Föstudagur 29. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Opnar sig um kvíða og þunglyndi í nýrri bók

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í væntanlegri bók lýsir fyrirsætan Gisele Bündchen þeim mikla kvíða sem hún hefur glímt við í gegnum tíðina.

Fyrirsætan Gisele Bündchen opnar sig um kvíða og þunglyndi í nýrri bók hennar sem kemur út í byrjun október. Í bókinni segir hún meðal annars frá kvíðaköstum, innilokunarkennd og miklum ótta sem hún hefur glímt við í gegnum tíðina.

„Mér fannst eins og allt í lífinu gæti drepið mig,“ skrifar hún. „Fyrst voru það flugvélar svo lyftur. Svo voru það undirgöng, hótel, ljósmyndastúdíó og bílar. Síðan var það mín eigin íbúð. Allt hafði breyst í búr og ég var dýr sem var læst inni.“

Í bókinni greinir Bündchen einnig frá því að sjálfsvígshugsanir hafi gert vart við sig þegar hún var 23 ára. „Þegar ég hugsa til baka til þessa tíma, og þessarar 23 ára stelpu, þá langar mig til að gráta. Mig langar til að segja henni að þetta verði allt í lagi.“

Bündchen kveðst vera komin á betri stað í dag þökk sé heilsusamlegum lífsstíl og aðstoð frá læknum.

Bók Bündchen heitir Lessons: My Path to a Meaningful Life og kemur út 2. október.

 

View this post on Instagram

 

I am excited to share that my book will be released October 2nd! Writing this book was a transformative and intense process for me. Uncovering stories deep inside of me made me feel vulnerable and emotional, but through facing my shadows and insecurities I learned how to accept and love myself in a deeper way. My intention in writing this book is to share how I overcame certain challenges in my life in hopes that it could help others who may be going thru similar experiences. Proceeds from the book will go to project Água Limpa, to help protect water sources for future generations. http://bit.ly/PreOrderLessons Feliz em compartilhar que meu livro sairá no dia 2 de outubro! Escrever esse livro foi uma experiência transformadora e intensa para mim. Lembrar de várias histórias que estavam adormecidas dentro de mim me fez sentir vulnerável e emotiva, mas, ao olhar para minhas sombras e inseguranças, aprendi a me aceitar e me amar de uma maneira mais profunda. Minha intenção, ao escrever este livro, é compartilhar como eu superei certos desafios em minha vida, com a esperança de que possa ajudar de alguma forma outras pessoas que estivessem passando por experiências semelhantes. Meus rendimentos deste livro irão ao projeto Água Limpa, que ajuda a proteger as fontes de água para futura gerações.

A post shared by Gisele Bündchen (@gisele) on

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -