Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Opnar sig um móðurhlutverkið: „Stundum missi ég vitið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Charlize Theron er einstæð móðir sonarins Jackson, sex ára, og dótturinnar August, tveggja ára. Hún opnaði sig um móðurhlutverkið í samtali við Us Weekly þegar nýjasta mynd hennar, Tully, var frumsýnd í síðustu viku.

„Það er enginn dýrðarljómi í barnauppeldi. Þar er mikil þrautseigja fólgin í því,“ sagði Charlize á rauða dreglinum og bætti við að hún treysti mikið á ráð frá móður sinni, Gerdu Maritz.

„Ég held að öll ráð frá móður minni hafi verið mjög góð. Hún segir stundum: Veistu, á morgun er nýr dagur. Þetta eru ekki endalok heimsins,“ sagði Charlize og hélt áfram:

„Stundum missi ég vitið, sérstaklega í bílnum þegar við erum í langferð eða eitthvað. Þá horfir hún á mig og hlær og segir: Þetta er bara augnablik. Það líður hjá. Þetta líður hjá.“

Þráði að vera móðir

Bæði börn Charlize eru ættleidd og hefur hún talað mjög opinskátt um það síðan hún ættleiddi Jackson árið 2012.

„Ég þráði að vera móðir og ég lagði allt mitt í það. Það er ekki auðvelt að ættleiða, jafnvel þegar maður er stjarna,“ sagði leikkonan í viðtali við tímaritið Elle Canada árið 2016. Þá sagðist hún einnig ekki velta sér upp úr því að vera einstæð móðir, þó það hafi ekki verið draumurinn.

- Auglýsing -

„Engan dreymir um að vera einstætt foreldri, en ég lærði fyrir löngu síðan að það er ekki hægt að stjórna öllu í lífinu. Ég aðlagaðist aðstæðunum því ég er jarðbundin manneskja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -