Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Ósk dauðvona manns um að tala við Trump rættist

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður að nafni Jay Barrett átti sér ósk um að fá að tala við Donald Trump Bandaríkjaforseta áður en hann deyr. Barett er með slímseigjusjúkdóm (cystic fibrosis) og samkvæmt frétt CNN er honum ekki hugað líf.

Ósk Barrett rættist á þriðjudagnn þegar hann fékk símtal frá Trump. Trump hóf samtalið með því að segja að Barrett líti vel út eftir að hafa séð ljósmynd af honum en Barrett þvertók fyrir það. „Ég lít hræðilega út,“ sagði hann.

Barrett og Trump spjölluðu í einhvern tíma áður en Trump sagði honum svo að halda áfram að berjast. „Þú ert minn maður. Ég er stoltur af þér. Ég heyri í þér seinna, allt í lagi. Haltu áfram að berjast.“

Það var systir Barrett, Bridgette Hoskie, sem sá til þess að draumur Barrett rættist með því að senda tölvupóst á Hvíta húsið og eins hvatti hún aðra til að gera slíkt hið sama. „Hundruðir manna sendu póst á Hvíta húsið,“ sagði hún.

Hoskie birti myndband af samtalinu á Facebook-síðu sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -