Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Rífið þessa þætti í ykkur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Killing Eve

Það þekkja eflaust margir leikkonuna Söndru Oh úr þáttunum Grey’s Anatomy en í Killing Eve bregður hún sér í hlutverk Eve Polastri, starfsmanns hjá bresku gagnnjósnaþjónustunni MI5. Þættirnir eru byggðir á Villanelle-skáldsögunum eftir Luke Jennings og fylgja Eve eftir í leit sinni að harðsvíruðum leigumorðingja. Aðeins ein þáttaröð er komin á iTunes sem telur átta þætti, en sem betur fer er önnur sería í bígerð. Þrususpennandi þáttaröð sem kemur sífellt á óvart!

A Series of Unfortunate Events

Þið fenguð kannski nóg af Neil Patrick Harris í How I Met Your Mother en þið verðið að sjá hann í þessum nýju þáttum á Netflix þar sem hann leikur vonda frændann Olaf sem tekur fjarskyldu ættingjana sína, Violet, Klaus og Sunny í fóstur. Harris fer gjörsamlega á kostum sem þessi ömurlega og skapvonda persóna og stelur senunni sí og æ. Það skemmir ekki fyrir að öll umgjörð þáttanna er stórglæsileg og geta tæknilegu hliðarnar heillað mann upp úr skónum.

Love

Hér eru á ferð gamanþættir úr smiðju Judd Apatow og Lesley Arfin sem fjalla um ólíklegt ástarsamband á milli meðaljónsins Gus og hinnar fallegu Mickey. Þó að serían sé gamansöm er alvarlegur undirtónn þar sem hún fjallar um hvernig það er að vera á þrítugsaldri, stefnuleysi í lífinu og fíkn. Fyrrnefnd Lesley notaði sína eigin reynslu af áfengisfíkn þegar hún skrifaði Love, enda þættirnir afskaplega raunverulegir og vel gerðir. Þrjár seríur hafa verið gerðar af Love og verða þær ekki fleiri en hægt er að horfa á seríurnar á Netflix og Google Play.

- Auglýsing -

Sneaky Pete

Aðdáendur leikarans Giovanni Ribisi ættu að gleðjast yfir þessari seríu en í henni leikur hann svikahrappinn Marius sem stelur auðkenni félaga síns Pete þegar hann losnar úr fangelsi. Þetta er ein af þessum seríum sem maður býst ekki við miklu af í byrjun en síðan læðist hún óvænt aftan að manni og gerir mann gjörsamlega agndofa. Leikararnir standa sig ofboðslega vel og búa til þrívíðar manneskjur sem vel er hægt að tengja við. Handritið er fullt af beygjum og sveigjum sem láta mann þyrsta í meira, en seríuna er hægt að horfa á á Amazon og Google Play.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -