Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Sjálfsmorð móðurinnar stærsta áfallið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jane Fonda rifjar upp móðurmissinn í nýrri heimildarmynd.

Í nýrri heimildarmynd frá HBO, Jane Fonda í fimm þáttum sem frumsýnd verður 24. september, opnar Jane Fonda sig um hvernig það hafi verið að alast upp hjá móður sem þjáðist af geðhvarfasýki og hvernig sjálfsmorð móðurinnar, þegar Jane var 12 ára, hafi átt stærstan þátt í því að móta sjálfsmynd hennar og upplifun af heiminum. Hún segist þó smátt og smátt hafa lært að skilja móður sína og fyrirgefa henni.

Móðir Jane hét Frances Ford Seymour og var kanadísk kona sem giftist Henry Fonda árið 1936. Saman eignuðust þau tvö börn, Jane og Peter. Fljótlega kom í ljós að Frances þjáðist að geðhvörfum og árið 1950, þegar Jane var 12 ára, framdi hún sjálfsmorð með því að skera sig á háls á geðsjúkrahúsinu þar sem hún dvaldi.

Dauði hennar var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Jane og ekki varð auðveldara að sætta sig við sjálfsmorð móðurinnar við það að rekast á umfjöllun um það í kvikmyndatímariti eftir að faðir hennar, Henry Fonda, hafði sagt Jane og bróður hennar að móðir þeirra hefði dáið eftir hjartaáfall.

„Sem barn kennir maður alltaf sjálfri sér um,“ útskýrði leikkonan í viðtali á people.com. „Vegna þess að barnið getur ekki ásakað fullorðnu manneskjuna sem það þarf á að halda til að komast af. Það tekur langan tíma að komast yfir sektarkenndina,“ sagði hún.

En eftir að hún varð fullorðin ákvað Jane að reyna að kynnast móður sinni, læra að skilja hana og tileinkaði henni sjálfsævisögu sína, My Life So Far sem kom út árið 2005. Hún segist hafa fengið aðgang að sjúkraskýrslum móður sinnar og loks fengið að kynnast henni og meta þessa konu.
„Ég þekkti hana aldrei,“ segir leikkonan í fyrrnefndu viðtali. „En ég er búin að fyrirgefa henni og mér.“

Hér fyrir neðan má skoða kynningarstikluna fyrir Jane Fonda í fimm þáttum, sem eins og áður sagði verður frumsýnd 24. september á HBO.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -