Laugardagur 20. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Sjóða dömubindi til að komast í vímu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Jakarta hefur verið að handtaka ungmenni sem hafa reynt að komast í vímu með því að sjóða dömubindi og drekka vökvann.

Lögregluyfirvöld í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, hafa komist að því að ungmenni borgarinnar hafi tekið upp á nýstárlegum leiðum til að komast í vímu. Ein þeirra er að sjóða dömubindi.

Í umfjöllun Straits Times segir að ungmennin taki dömubindi, notuð jafnt sem ónotuð, og sjóði í klukkutíma eða þar um bil. Vökvinn er síðan kældur og drukkinn. Áhrifin munu vera ofskynjanir og tilfinningin að fljúga. Segir að lögreglan í Jakarta sem og víðar á vesturhluta eyjarinnar Jövu hafi handtekið ungmenni sem reynt hafi að komast í vímu með þessum hætti. Hins vegar liggja engin viðurlög við neyslu dömubindasafa.

Vice fjallar einnig um málið og segir að heilbrigðisyfirvöld í Indónesíu rannsaki hvaða efni í dömubindunum það er sem valdi eitrunaráhrifunum. Þetta sé þó ekki nýtt af nálinni, áður fyrr sniffuðu ungmennin lím og önnur spilliefni en fyrst hafi borið á þessu fyrir tveimur árum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -