Skartið metið á um 590 milljónir | Mannlíf

Skartið metið á um 590 milljónir

Erlent

7 janúar 2019

Skartgripirnir sem söng- og leikkonan Lady Gaga skartaði á Golden Globe eru metnir á fimm milljónir dollara.

Söng- og leikkonan Lady Gaga var glæsileg á rauða dreglinum á Golden Globe hátíðinni sem haldin var í nótt. Gaga klæddist ljósbláum kjól frá Valentino og setti punktinn yfir i-ið með með sérsmíðuðu demantshálsmeni frá Tiffany & Co.

Hálsmenið, sem kallast Aurora, er engin smásmíði en það samanstendur af 300 demöntum. Til viðbótar við hálsmenið skartaði Gaga einnig demantseyrnalokkum og armböndum.

Skartið er metið á fimm milljónir dollara sem gerir um 590 milljónir króna miðað við núverandi gengi.

Tom Eerebout, stílisti Gaga, segir hálsmenið hafa verið tilvalið við þetta tilefni og að hálsmenið og kjóllinn hafi passað fullkomlega saman. Þetta kemur fram í frétt á vef Contactmusic.

Á Instagram-síðu Tiffany & Co. er greint frá því að hálsmenið hafi verið sérsmíðað fyrir Lady Gaga og að innblástur hafi verið sóttur í norðurljós.

Sjá einnig: Lady Gaga með þeim best klæddu

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tiffany & Co. (@tiffanyandco) on

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tiffany & Co. (@tiffanyandco) on

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.