Söngvari Prodigy er látinn | Mannlíf

Söngvari Prodigy er látinn

Erlent

4 mars 2019

Söngvari Prodigy, Ketih Flint, er látinn, 49 ára að aldri.

Söngvarinn fannst látinn á heimili sínu í Essex í dag. Lögreglan í Essex staðfesti þetta í samtali við breska fjölmiðla en lögreglu barst símtal snemma í morgun vegna málsins. Keith var útskurðaður látinn þegar lögregla kom á vettvang.

Prodigy hefur spilað hér á landi nokkrum sinnum í gegnum tíðina, til dæmis árin 1996 og 1998 í Laugardalshöllinni. Síðast spilaði sveitin á Íslandi árið 2017 á Secret Solstice hátíðinni.

Prodigy var stofnuð árið 1990. Hljómsveitin hefur gefið út sjö plötur.

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.