Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Stjörnur sem voru stripparar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er staðreynd að listamenn þurfa oft að vinna ýmis störf á meðan þeir eru að reyna að koma sér á framfæri í þessum harða heimi.

Eitt af þessum störfum er nektardans, en það er ótrúlega mikið af frægu fólki sem hefur byrjað ferilinn á strippi. Sum nöfnin á þessum lista gætu meira að segja komið ykkur á óvart.

Uppgötvuð af Hugh Hefner

Fyrrverandi Playboy-kanínan Kendra Wilkinson byrjaði að vinna sem strippari þegar hún var átján ára. Eftir aðeins sex mánuði í starfi var hún uppgötvuð af Playboy kónginum Hugh Hefner, sem bað hana að dansa í 78 ára afmæli sínu. Eins og margir vita endaði þetta á því að hún flutti í Playboy-höllina og var um tíma ein af kærustum Hughs heitins.

Strippari í einn dag

Spænski leikarinn Javier Bardem vann stuttlega sem nektardansari, í raun bara í nokkrar klukkustundir.

„Ég var strippari í einn dag! Það var hörmung. Og veistu hver var að horfa? Móðir mín og systir! Þetta var svona eins og í Full Monty, maður mætti á staðinn, dansaði og fékk smá pening að launum,“ sagði leikarinn í viðtali við tímaritið Marie Claire árið 2008.

Nóg af vinnu

Rokkdívan Courtney Love steig sín fyrstu skref á nokkrum nektarbúllum í Los Angeles. Í viðtali við LA Weekly árið 2013 sagðist hún hafa unnið á fjölmörgum stöðum, en að staðurinn Jumbo’s hafi verið bestur.

- Auglýsing -

Úr strippi í skemmtanabransann

Baywatch-leikkonan Carmen Electra reyndi fyrir sér sem nektardansmær áður en hún gerði það gott í skemmtanabransanum. Síðar meir gaf hún út líkamsræktarmyndbönd með strippívafi.

Fækkaði fötum í afmælum

Þegar leikarinn Brad Pitt var nemandi í háskólanum í Missouri var hann hluti af hópi karlmanna sem sýndi nektardans í anda Chippendales-hópsins. Danshópurinn hans Brads hét Dancing Bares og sérhæfði sig í að dansa fyrir kvenkyns nemendur þegar þeir áttu afmæli. Í viðtali í kringum Óskarsverðlaunin árið 2007 sagðist hann einnig hafa tekið að sér að keyra strippara í verkefni og bætti við:

„Stripparar breyttu lífi mínu.“

- Auglýsing -

Fetaði í fótspor mömmu

Fyrirsætan og frumkvöðullinn Blac Chyna hóf ferilinn á strippklúbbi í Miami þar sem hún hitti fjöldan allan af stjörnum. Hún opnaði sig um fortíð sína í viðtali við Elle árið 2016.

„Mamma mín var strippari. Hún sagði: Ef þig langar að gera þetta, vertu þá best í þessu.“

A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) on

Sá fyrir fjölskyldunni

Fyrirsætan Amber Rose fékk vinnu sem nektardansmær þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul svo hún gæti séð fyrir fjölskyldu sinni eftir að foreldrar hennar skildu. Þá notaði hún sviðsnafnið Paris, en hún tjáði sig um þetta í útvarpsþættinum Loveline árið 2016.

„Það var besti tími lífs míns þegar ég var að strippa,“ sagði hún þá.

A post shared by Amber Rose (@amberrose) on

Dansaði við Black Sabbath og Guns N’ Roses

Söngkonan Lady Gaga fékk vinnu sem fatafella í heimaborg sinni New York þegar hún var unglingur.

„Ég var að vinna á nektardansstöðum þegar ég var átján ára. Atriðið mitt var frekar villt. Ég var í svörtu leðri og dansaði við Black Sabbath, Guns N’ Roses og Faith no More. Mikið rokk og ról. Mér finnst ekki gaman að tala um þetta en það var mikið um fíkniefni, hörð efni. Ég myndi ekki vilja veita fólki innblástur til að feta í mín fótspor,“ segir lafðin í bókinni The Performance Identities of Lady Gaga: Critical Essays.

„Ég laðaði mannfjölda að mér, ég kveikti í hárspreyi á sviðinu og dansaði villt og galið. Ég hef mikla og sterka kynvitund. Ég elska nakinn mannslíkama og er mjög örugg í eigin skinni,“ bætir hún við.

A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) on

Strippið hjálpaði til

Kvikmyndirnar um Magic Mike eru lauslega byggðar á ferli aðalleikarans, Channing Tatum, sem strippari í Alabama. Þessi dansreynsla hans hjálpaði honum að landa ýmsum hlutverkum, þar á meðal í kvikmyndinni Step Up þar sem hann kynntist núverandi eiginkonu sinni, Jennu Dewan.

„Á góðu kvöldi þénaði ég 150 dollara. Á slæmu kvöldi, 70 dollara, jafnvel 50,“ sagði hann í viðtali við Hollywood Reporter árið 2014.

Elskaði að vera nakinn

Leikarinn Chris Pratt byrjaði sinn feril á að rífa af sér spjarirnar.

„Ég var alltaf mjög hrifinn af því að vera nakinn. Ég elskaði að vera nakinn. Ég var mjög frjálslyndur og hugsaði: Ég get alveg eins fengið borgað fyrir þetta,“ sagði leikarinn í viðtali við Buzzfeed árið 2013, en bætti þó við að strippferill hans hafi ekki verið farsæll. Hann skemmti aðallega í gæsapartíum.

„Ég fór einu sinni í áheyrnarprufu í klúbbi en ég fékk ekki starfið. Ég held að ég sé ekkert sérstaklega góður dansari.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -