Svona getur þú sigrast á stressinu | Mannlíf

Erlent

23 október 2018

Svona getur þú sigrast á stressinu

Hér koma sjö skotheld ráð fyrir þá sem þurfa að núllstilla sig og sigrast á stressinu. Ráðin, sem birtust á vef The Guardian, ættu að koma sér vel fyrir marga.

Finndu rót vandans

Ef þú ert með stöðuga vöðvabólgu, höfuðverk og mígreni þá eru miklar líkur á að stress sé sökudólgurinn. En hvað veldur stressinu? Vandamálum er hægt að skipta í þrjá flokka; þau sem hægt er að leysa, þau sem lagast með tímanum og þau sem þú hefur enga stjórn á. Lærðu að einblína á þau sem þú getur leyst, slepptu takinu á hinum.

Hreyfðu þig

Hreyfing útrýmir kannski ekki stressinu alveg en hún getur hjálpað við að minnka það.

Ræddu málið

Ef þú ert til í að opna þig og óska eftir ráðum frá vinum þá skaltu gera það. Leitaðu stuðnings hjá vinum og fáðu þannig nýja sýn á vandamál þín.

Minnkaði símanotkunn

Það er ekki nóg að setja símann á hljóðlausa stillingu. Settu hann líka ofan í skúffu, klukkutíma áður en þú ferð í háttinn. Farðu í bað, horfðu á kvikmynd eða lestu bók. Hundsaðu símann og andaðu inn og út.

Tæmdu hugann

Rannsóknir hafa sýnt að öndunaræfingar og hugleiðsla geta hjálpað til í baráttunni gegn stressi. Lærðu að tækla stressið um leið og það gerir vart við sig. Headspace er smáforrit sem kennir byrjendum að hugleiða, íhugaðu að skoða það.

Gerðu lista

Ef það er mikið að gera hjá þér þá er tilvalið að búa til lista til að hafa meiri yfirsýn. Settu mikilvægustu atriðin efst á listann og litlu hlutina neðst.

Borðaðu hollt og drekktu vatn

Það sem þú lætur ofan í þig hefur áhrif á andlega líðan. Þess vegna skaltu forðast fituríkan mat, koffín og sykur þegar stressið gerir vart við sig.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Erlent

fyrir 4 dögum

Karl Lagerfeld er látinn

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is