Þær voru einu sinni klappstýrur | Mannlíf

Erlent

Þær voru einu sinni klappstýrur

Það er æði misjafnt hvernig stjörnurnar í Hollywood hófu ferilinn, og oft hefur fólkið sem við sjáum í geysivinsælum hljómsveitum og bíómyndum þurft að strita í misgefandi störfum til að ná markmiðum sínum.

Þessar konur hér fyrir neðan eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa byrjað ferilinn sem klappstýrur, en það er afar eftirsótt í Bandaríkjunum að vera klappstýra og hvetja íþróttalið síns skóla áfram með dúskum og heljarstökkum.

Jenna Dewan

Leikkonan og dansarinn sýndi flotta takta í miðskólanum í Texas.

Chrissy Teigen

Fyrirsætan birti þessa mynd af samfélagsmiðlum frá klappstýrudögunum og fann sig knúna til að skrifa athugasemd um augabrúnir sínar, sem samkvæmt henni voru nánast ósjáanlegar. Chrissy er í efri röð, önnur frá vinstri.

Reese Witherspoon

Leikkonan náði léttilega að skella sér upp í píramída hér í den.

Fergie

Söngkonan hristi dúskana sína með gleði til að styðja fótboltalið miðskólans Glen. A. Wilson.

Eva Longoria

Þessari aðþrengdu eiginkonu fannst greinilega gaman að sýna listir sínar þar sem hún var bæði klappstýra í miðskólanum Roy Miller í Corpus Christi í Texas en einnig í háskólanum Texas A&M-Kingsville.

Sandra Bullock

Leikkonan hefur lítið breyst síðan hún klappaði og spriklaði hér forðum.

Cameron Diaz

Áður en þessi leikkona sló í gegn var hún klappstýra við miðskólann Long Beach Polytechnic.

Halle Berry

Leikkonan var allt í öllu í skólanum. Hún var ekki aðeins klappstýra heldur vann líka í skólablaðinu og var kosin drottning á skólaballinu.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Vinsæl íslensk og vegleg tímarit

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift