Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Þunglyndi sökkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Michelle Williams, sem var einu sinni í kvennasveitinni Destiny’s Child, þakkar aðdáendum sínum fyrir veittan stuðning með mynd og færslu á Instagram, en Michelle sagði frá því fyrr í mánuðinum að hún væri að sækja sér faghjálpar vegna geðvandamála.

„Takk allir fyrir sérhver skilaboð sem fólu í sér ást og stuðning! Fjölskylda mín, vinir og unnusti hafa verið frábær!“ skrifar söngkonan á Instagram við mynd þar sem hún sést klædd í hvítan slopp.

Thank you ALL sooooooooooooooo much for every message of love and support sent! My family, friends and fiancé have been AWESOME! Sitting here reflecting on the past two weeks. I had no plans of what I was going through being public BUT now that it is I have a made an even BIGGER commitment to the mental health awareness area. So many people are suffering, hurting, hopeless, lost and don’t see a way out but there is. Depression sucks, but my faith in God and my commitment to doing the work to stay well is my way out! You have to do the work even when you’re tired and feel the heaviness. Take one step at a time! Don’t overwhelm yourself. If you can just get up out the bed and brush your teeth and shower…..DO IT. For people dealing with depression , that is a HUGE step! Now don’t be depressed AND stinky…..pick a struggle! ? (y’all know I had to add some humor) Anyhoo…..I love you all very much! Talk soon! ❤️ (yes I need a fill and my roots need to be flat ironed….bye…..I haven’t lost my humor) ❤️ Oh……Miss Tina cooked a HUGE meal for me the other night too, I just wanted to make y’all jealous! ??‍♀️

A post shared by Michelle Williams (@michellewilliams) on

„Ég sit hér og lít yfir síðustu tvær vikur. Ég var ekki búin að plana að gera það sem ég var að ganga í gegnum opinbert, en þar sem það er það núna hef ég skuldbundið mig til frekari verka til að auka vitund um geðheilbrigði,“ bætir hún við. Michelle þjáist af þunglyndi og segir að það sé mikil sjálfsvinna að halda því í skefjum.

„Svo margir eru að þjást, er illt og vonlausir, týndir og sjá ekki neina leið út, en hún er til. Þunglyndi sökkar, en trú mín á Guð og það að ég sé staðráðin í að vinna í því að líða betur er leiðin út fyrir mig! Maður þarf að vinna að því, jafnvel þó maður sé þreyttur og þungur. Takið eitt skref í einu! Ekki bugast. Ef þið getið bara farið fram úr og burstað tennur og farið í sturtu… gerið það! Fyrir fólk með þunglyndi er það risastórt skref.“

Michelle hefur verið opin um baráttu sína við þunglyndi í gegnum tíðina, en hún fann fyrst fyrir sjúkdómnum á táningsárunum.

„Ég vissi ekki hvað ég ætti að kalla þetta fyrr en ég var komin á þrítugsaldurinn. Ég hélt að þetta væru vaxtarverkir – ég hélt að manni ætti að líða svona þegar maður væri stelpa að verða kona,“ sagði Michelle í viðtali við Women’s Health í október í fyrra.

- Auglýsing -

Michelle trúlofaðist prestinum Chad Johnson í apríl á þessu ári, en samfara því að skipuleggja brúðkaup ætlar hún að leggja sín lóð á vogarskálirnar til að auka umtal um geðheilbrigðismál um ókomna framtíð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -