Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Þurfti að vera með álímdan þveng í kynlífssenunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þriðja og seinasta myndin í Fifty Shades-þríleiknum, Fifty Shades Freed, var fumsýnd fyrir stuttu og opnar aðalleikkonan Dakota Johnson sig um þær fjölmörgu kynlífssenur sem hún hefur leikið í í myndunum í viðtali við Marie Claire.

Hún segir að upptökur á handjárnaatriðinu í rauða herberginu hafi tekið mikið á.

„Langerfiðasta atriðið, af öllum þremur myndunum, var kynlífsatriðið í þriðju myndinni þar sem ég var járnuð á höndum og fótum. Og ég var með bundið fyrir augun. Og það var pínulítið áfall því ég gerði mér ekki grein fyrir því að þó að ég væri vel undirbúin og æfð að skilningarvitin hrífa mann með sér og maður getur ekki stjórnað því hvernig taugakerfið bregst við. Þannig að það var mjög erfitt að leika þá senu,“ segir Dakota og bætir við að stundum hafi þurft smá áfengi til að stappa í sig stálinu fyrir kynlífssenurnar.

Margar senur tóku á við tökur á Fifty Shades-þríleiknum.

„Bróðurpartur undirbúningsins fór í að átta sig á því hvernig nákvæmlega við ætluðum að klára senuna þannig að við þurftum mikið að bíða þegar við vorum bæði mjög berskjölduð. En ef eitthvað er mjög, mjög erfitt þá er stundum nauðsynlegt að fá sér staup af einhverju mjög sterku fyrst.“

Kynlífssenur aldrei auðveldar

En er einhvern tímann auðvelt að leika í kynlífssenu?

„Nei, það er aldrei auðvelt. Það er ekki afslappað og skemmtilegt. Það er aldrei auðvelt,“ segir Dakota, sem þurfti að vera í sérstökum klæðnaði við tökur til að gæta velsæmis. Þá þurfti mótleikari hennar, Jamie Dornan, að vera með lítinn poka á kynfærum sínum.

„Það er ekkert rosalega þokkafullt – það er rosalega ósexí. Hann var með pokann og ég var í bandalausum þveng sem þurfti að líma á mig. Þetta er ekki lím, en þetta efni er klístrað,“ segir Dakota og bætir við að stundum hafi þvengurinn losnað.

- Auglýsing -
Dakota og Jamie í hlutverkum sínum.

„Þá var þvengurinn límdur við líkama minn þannig að hann myndi ekki detta af mér. Og ég var í tveimur stykkjum. Það var ekki sársaukafullt þar sem þetta er varla nokkurt efni. En ég held að manni finnist maður vera hulinn að einhverju leiti. Þetta er mjög skrýtið.“

Kynlífsráðgjafar á setti

Í viðtalinu segir hún einnig að sérstakir ráðgjafir hafi unnið við tökur myndarinnar, sérfræðingar í hinum ýmsu kynlífsathöfnum og -tólum.

„Við vorum með fólk sem sérhæfir sig í að vita hvernig hlutir virka, eins og hvernig á að nota viss tól og tæki. Það er ákveðin aðferðarfræði. Þetta er vandmeðfarið og smáatriðin eru mjög mikilvæg. Reglurnar eru líka mjög mikilvægar. Við vildum ekki gera mynd um eitthvað sem við rannsökuðum ekki til hlítar.“

- Auglýsing -

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -