Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Tíu ár án Heath Ledger

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn Heath Ledger fannst látinn í íbúð sinni á Manhattan í New York þann 22. janúar árið 2008, aðeins 28 ára að aldri. Allir fjölmiðlar fylltust af fréttum af andláti hans, en hann lést úr of stórum skammti af lyfseðilsskyldum lyfjum.

Heimurinn stóð á öndinni, sérstaklega í ljósi þess að aðeins nokkrir mánuðir voru í frumsýningu myndar sem myndi gjörbreyta hans ferli; The Dark Kinght. Heath fór með hlutverk Jókerins, persónu sem flestir höfðu tengt við Jack Nicholson síðan hann túlkaði þennan skrautlega karakter í Batman árið 1989. Heath hins vegar gerði persónuna algjörlega að sinni, og svo fór að hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína á Óskarsverðlaununum árið 2009. Með því varð hann önnur manneskjan til að vinna Óskarinn eftir andlát, en sá fyrsti var leikarinn Peter Finch sem vann fyrir frammistöðu sína í Network árið 1976.

Ómögulegt er að segja hvaða stefnu ferill geðþekka, ástralska leikarans hefði tekið ef hann væri á lífi í dag en ljóst er að hann skipar sér í raðir goðsagna á borð við Marilyn Monroe, Bruce Lee og James Dean, listamanna sem yfirgáfu þetta jarðneska líf alltof snemma.

Heath sem hjartaknúsarinn Patrick í 10 Things I Hate About You.

Óttalaus í hlutverkavali

Heath virtist vera óttalaus í vali sínu á verkefnum. Hann sló í gegn í Hollywood í kvikmyndinni 10 Things I Hate About You árið 1999, aðeins tvítugur að aldri. Þá strax var ljóst að stjarna var fædd þar sem hann bjó ekki aðeins yfir gífurlegum sjarma á hvítu tjaldinu heldur sýndi einnig að hann bjó yfir hæfileika til að túlka trúverðugar manneskjur sem náðu til áhorfenda.

Meðal annarra mynda sem hann stal senunni í voru The Patriot, Monsters Ball og Knight’s Tale. Árið 2005 urðu síðan þáttaskil á hans ferli þegar hann tók að sér hlutverk Ennis Del Mar í kvikmynd Ang Lee, Brokeback Mountain. Er það mat manna að þetta hafi verið ansi djarft val hjá Heath eftir aðeins sex ár í Hollywood-bransanum. Þó að myndin hafi fengið einróma lof gagnrýnenda þá vakti hún hins vegar upp mikla fordóma í mörgum áhorfendum og var af einhverjum kölluð myndin um samkynhneigðu kúrekana. Heath og meðleikarar hans, Jake Gyllenhaal og Michelle Williams voru rómuð fyrir leik sinn og fékk Heath til að mynda tilnefningu til Óskarsverðlaunanna sem besti leikari í aðalhlutverki.

- Auglýsing -

Þetta hlutverk Heath varð hins vegar til þess að ekki voru allir á eitt sáttir þegar tilkynnt var að hann myndi túlka Jókerinn í The Dark Knight. Warner Bros-kvikmyndaverið fékk á sig mikla árás og dundu haturspóstarnir og hatursfull orðræða um samkynhneigða yfir kvikmyndaverið þegar ljóst var um ráðningu Heath.

Heath sló í gegn í Brokeback Mountain.

Matilda og Michelle

Það má líka segja að hlutverkið í Brokeback Mountain hafi verið mikil blessun fyrir leikarann sáluga því það var á setti þeirrar myndar sem hann kynntist leikkonunni Michelle Williams. Þau byrjuðu í framhaldinu saman og í október árið 2005 eignuðust þau dótturina Matilda Rose. Árið 2007 hættu þau saman en í nýlegu viðtali við tímaritið Porter sagðist Michelle enn eiga erfitt með að sætta sig við andlát Heaths.

„Í hreinskilni sagt, í nánast hvaða kringumstæðum sem er, trúi ég að maður þurfi að sætta sig við hver maður er og hvar maður hefur verið. Í nánast öllum kringumstæðum nema einum; ég get ekki hugsað svona þegar ég hugsa um að Matilda eigi ekki föður. Það er bara eitthvað sem verður aldrei réttlátt.“

- Auglýsing -

Heath Ledger átti alltaf erfitt með að vera í sviðsljósinu, sem útskýrir af hverju hann hafnaði stórum hlutverkum eins og í Spider-Man árið 2002, en þá er einungis hægt að ímynda sér hvaða hlutverk hann hefði tekið að sér til dagsins í dag. Ljóst er að leikarinn setti sitt varanlega mark á kvikmyndaheiminn og lifir enn í hjörtum aðdáenda sinna um heim allan.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -