Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Tom Cruise er versti leikari í heimi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er hefð fyrir því að það versta sé heiðrað í kvikmyndabransanum um leið og því besta er hampað á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Hin árlegu Razzie-verðlaun voru afhent um helgina, en á þeirri hátíð er öllu því versta í kvikmyndum veittur vafasamur heiður, hið gyllta hindber. Teiknimyndin The Emoji Movie braut blað í sögu hátíðarinnar með því að vera fyrsta teiknimyndin í 38 ára sögu hennar til að hljóta verðlaun sem versta myndin. Í umsöng dómnefndar kom fram að myndin hefði náð nýjum hæðum í ófrumleika.

The Emoji Movie var tilnefnd til tíu Razzie-verðlauna en hlaut fern. Auk verstu myndar, fékk The Emoji Movie verðlaun fyrir versta handrit, versta leikstjóra og versta tvíeyki á skjánum.

Tvö hindber en enginn Óskar

Tom Cruise var valinn versti leikarinn fyrir tilraun sína til að blása aftur lífi í Mummy-myndirnar. Eins og staðan er í dag hefur hann þrisvar sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna án þess að fá styttu en er búinn að næla sér í tvær vafasamar Razzie-styttur. Þá fyrri fékk hann ásamt Brad Pitt sem þóttu versta parið á hvíta tjaldinu í Interview with the Vampire árið 1994.

Leikarinn Tyler Perry var valinn versta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Boo 2! A Madea Halloween og Kim Basinger hrósaði sigri í flokki verstu leikkvenna í aukahluverki fyrir leik sinn í Fifty Shades Darker. Með verðlaununum komst Kim í hóp leikkvennanna Faye Dunaway, Liza Minelli og Halle Berry sem hafa allar unnið bæði Razzie-verðlaun og Óskarinn. Mel Gibson vann síðan fyrir versta aukaleik í Daddy’s Home 2.

- Auglýsing -

Svo rotin að hún er góð

Kvikmyndin Baywatch var tilnefnd í nokkrum flokkum, en sérstakur flokkur var búinn til með þeim eina tilgangi að lýsa hve slæm myndin væri – flokkurinn sem heiðraði það sem var svo slæmt að það varð gott. Og auðvitað vann Baywatch í þeim flokki. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Dwayne Johnson, eða The Rock, þakkaði fyrir verðlaunin í stuttu myndbandi á Twitter.

- Auglýsing -

„Þetta er svalt. Myndin var svo slæm að það þurfti að bæta við flokki. Nýi flokkurinn er fyrir kvikmynd sem er svo rotin að þú verður á endanum ástfanginn af henni, sem þýðir að ömurlega samlokan sem þú hefur verið að borða er svo slæm að þér er farið að finnast hún góð. Við bjuggum til Baywatch með góðan ásetning að vopni en það blessaðist ekki,“ segir Dwayne og bætir við:

„Ég tek kurteisislega á móti þessum Razzie-verðlaunum með auðmýkt og þakka gagnrýnendum, aðdáendum og mynd sem er svo rotin að maður verður ástfanginn af henni. Svona er ástin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -