Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
9.5 C
Reykjavik

Fjármögnunarsíða fyrir nýtt flugfélag farin í loftið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vefsíða um stofnun nýs flugfélags er farin í loftið á slóðinni hlutahafi.com. Ekkert kemur fram um það hverjir standa að baki síðunni eða hversu miklum fjármunum á að safna.

Á vefsíðunni hluthafi.com segir að þeir sem standi á bakvið hana séu fyrrverandi viðskiptavinir WOW Air, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði og annarra flugfélaga. Þar segir ennfremur: „Við vitum að ef samkeppni minnkar eða fellur niður í samkeppnisumhverfi þá töpum við til lengri tíma. Auk þess vitum við að ferðaþjónusta á Íslandi hefur aukið hagvöxt og lífsgæði á undanförnum árum og viljum við tryggja þau gæði áfram.“

Er það skoðun aðstandendana nafnlausu að ef Skúli og hans besta fólk geti endurreist WOW Air þá eigi landsmenn að leggja hönd á plóg. „Við teljum að ef við náum að safna minnst 10-20 þúsund hluthöfum þá sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjalda flugfélagi. Þá mætti hugsa sér að krefjast þess að hið nýja almenningshlutafélag fengi mann í stjórn til að tryggja hinum almenna hluthafa vernd.

„Við teljum að ef við náum að safna minnst 10-20 þúsund hluthöfum þá sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjalda flugfélagi.“

Hægt er að skrá sig fyrir bindandi hlutafjárloforði í 90 daga og lagt til að þeir sem ekki hafa eignast hlut í félagi áður eigi helst ekki að lofa meira hlutafé en sem nemi fimmtungi af mánaðarlaunum. Fram kemur að fjárfestar þurfa að vera fjárráða og ekki yngri en átján ára.

Ekki fæst hins vegar uppgefið á vefsíðunni hverjir standa að baki henni og væntanlegs almenningshlutafélags annað en að þeir aðilar hafi ekki unnið hjá WOW Air og séu heldir ekki tengdir félaginu með nokkrum hætti. Segjast þeir þó vera „hollvinir almennrar samkeppni“. Annað um þá er á huldu. Þá kemur ekki fram á síðunni hvað stefnt er að því að safna miklum fjármunum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -