„Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar“ | Mannlíf

Innlent

28 september 2018

„Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur beðið fimmmenningana sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, afsökunar á því ranglæti sem þeir máttu þola við meðferð málsins.

Sævar Marinó Cieslski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason voru allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti í gær.

Ríkisstjórn Íslands kom saman til fundar í morgun og þar var málalyktum í þessu umdeildasta sakamáli Íslandssögunnar fagnað. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni, sem Katrín skrifar undir, segir:

Ég beini orðum mínum til fyrrum sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins.  Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola.

 

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Innlent

fyrir 18 tímum

Plastskeiðar munu fljúga

Lesa meira

Innlent

fyrir 20 tímum

Gríman fellur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is