Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Guðmundur tilkynnir HM-hópinn – Guðjón Valur meiddur og verður ekki með

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur tilkynnt um þá 16 leikmenn sem keppa munu á heimsmeistaramótinu í Danmörku og Þýskalandi.

Guðmundur tilkynnti hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Alvogen.

Guðmundur færði þjóðinni slæm tíðindi því leikja- og markahæsti leikmaður liðsins, fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, verður ekki í hópnum vegna meiðsla. Þetta kom í ljós rétt fyrir blaðamannafundinn. Hann útilokar þó ekki að Guðjón Valur komi inn á seinni stigum mótsins en Guðmundi er frjálst að gera þrjár breytingar á liðinu á meðan mótinu stendur.  Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er sömuleiðis meiddur og verður ekki með.

Aron Pálmarsson verður fyrirliði liðsins í stað Guðjóns Vals.

Á fundinum sagði Guðmundur að miklar breytingar væru að eiga sér stað í íslenska liðinu um þessar mundir, liðið sé ungt að árum og væntingarnar í samræmi við það. Vissulega sé skellur að einn besti hornamaður heims geti ekki verið með liðinu en sem betur fer eigi Íslendingar tvo frábæra hornamenn til að fylla hans skarð.

Mótið hefst á fimmtudaginn en íslenska liðið hefur leik gegn gríðarsterku liði Króatíu á föstudaginn. Síðan mætum við Spáni, Barein, Japan og Makedóníu.

- Auglýsing -

Hópinn skipa:

Markverðir:
Björg­vin Páll Gúst­avs­son, Skjern
Ágúst Elí Björg­vins­son, Sa­vehof

Vinstra horn:
Bjarki Már Elís­son, Füch­se Berl­in
Stefán Rafn Sig­ur­manns­son, Pick Sze­ged

- Auglýsing -

Hægra horn:
Arn­ór Þór Gunn­ars­son, Berg­ischer
Sig­valdi Guðjóns­son, El­ver­um

Vinstri skytt­ur:
Aron Pálm­ars­son, Barcelona
Ólaf­ur Guðmunds­son, Kristianstad

Hægri skytt­ur:
Ómar Ingi Magnús­son, Aal­borg
Teit­ur Örn Ein­ars­son, Kristianstad

Leik­stjórn­end­ur:
Elv­ar Örn Jóns­son, Sel­fossi
Gísli Þor­geir Kristáns­son, Kiel

Línu­menn:
Arn­ar Freyr Arn­ars­son, Kristianstad
Ýmir Örn Gísla­son, Val

Varn­ar­menn:
Ólaf­ur Gúst­afs­son, Kol­d­ing
Daní­el Þór Inga­son, Hauk­um

17 maður:

Hauk­ur Þrast­ar­son, Sel­fossi

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -