„En gaman að Hannes Hólmsteinn hafi verið á undan með djókið,“ skrifar Bergur Ebbi um Twitter-færslu Hannesar Hólmsteins þar sem Hannes varpar fram spurningunni um hvað komandi kynslóðir hafi gert fyrir fólk.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur undanfarið tjáð sig mikið um umhverfisaðgerðarsinnann Gretu Thunberg á samfélagsmiðlum. Twitter-færsla sem Hannes birti í gær hefur þá vakið mikla athygli en í henni spyr hann hvað komandi kynslóðir hafi gert fyrir okkur.
„Greta Thunberg segist tala fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt,“ skrifar hann á Twitter.
Margt fólk hefur tjáð sig um færslu Hannesar á samfélagsmiðlum.
Uppistandarinn og rithöfundurinn Bergur Ebbi segir þá færslu Hannesar vera í takt við þema nýs uppistands sem hann vinnur að. Hann segir Hannes hafa verið á undan honum að segja brandarann. „En gaman að Hannes Hólmsteinn hafi verið á undan með djókið,“ skrifar Bergur á Twitter.
er búinn að vera að vinna að djóki fyrir standupið mitt að undanförnu sem gengur í grunninn út á línuna "hvað hefur framtíðin gert fyrir okkur? – Ekkert!" í tengslum við loftslagsmál. En gaman að Hannes Hólmsteinn hafi verið á undan með djókið 🙂
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) October 3, 2019
Greta Thunberg says that she speaks for coming generations. What have coming generations done for us? Nothing. What have we done for coming generations? Everything. #Thunberg #environment
— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) October 2, 2019