Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Hefur 30 daga til að yfirgefa landið: „Þarf ég að fara alla leið til Japans eftir fjögur ár hér?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin japanska Momo Hayashi hefur 30 daga til að yfirgefa landið eftir að hafa búið á Íslandi í fjögur ár og aðlagast vel. Hún segist líta á sjálfa sig sem Íslending og undrar sig á vinnubrögðum Vinnumálastofnunar og Útlendingastofnunar.

„Kæru Íslendingar. Mig vantar hjálp. Ég er upprunalega frá Japan, og hef búið hér á Íslandi sirka fjögur ár (ég kom til Íslands 25. ágúst 2015). Ég var í háskóla í þrjú ár til þess að læra íslensku og síðan byrjaði ég að vinna hjá ferðaskrifstofu. Síðasta desember sótti ég um atvinnudvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar.“ Svona hefst Facebook-færsla hinnar japönsku Momo Hayashi.

Hún tekur fram að hún tali íslensku, ensku og japönsku og búi yfir sérfræðiþekkingu í asískri menningu.

Í færslunni segir hún frá samskiptum sínum við Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun undanfarið.

„Útlendingastofnun og vinnumálastofnun samþykktu umsókn mína en sex mánuðum seinna hafnaði vinnumálastofnun umsókninni. Ástæða þess var að ég væri ekki frá Evrópusambandinu og að annað fólk gæti unnið fyrir mig. Það sagði ekkert um sérfræðiþekkingu.“ Eftir að umsókn hennar um atvinnudvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar var hafnað sótti hún um almennt atvinnuleyfi.

„Ég prufaði það en síðan hafnaði vinnumálastofnun umsókninni aftur vegna þess að það eru margir Íslendingar atvinnulausir.“

Mér líður eins og Íslendingi. Ég fór í háskólann, tala íslensku, vinn hjá íslenskum fyrirtækjum, á húsnæði, á fallega fataverslun í miðbænum, borga skatta.

Momo undrar sig á að þegar hún hafi hringt reglulega í Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun til að fylgjast með gangi mála fékk hún þær upplýsingar að mál hennar liti vel út. „Sjö mánuðum síðar, allt í einu, nei, það gengur ekki af því að þú ert ekki evrópsk og vegna atvinnuástandsins. Af hverju þá var umsókn mín móttekin? Af hverju sögðu þau að það gengi vel,“ skrifar Momo.

- Auglýsing -

Fyrr í mánuðinum fékk Momo þá bréf frá Útlendingastofnun um að dvalarleyfið hennar væri óheimilt og því hafi hún aðeins 30 daga að flytja úr landi.

Þarf ég að fara alla leið til Japans eftir fjögur ár hér? Mér líður eins og Íslendingi. Ég fór í háskólann, tala íslensku, vinn hjá íslenskum fyrirtækjum, á húsnæði, á fallega fataverslun í miðbænum, borga skatta.

Færsluna endar hún á að spyrja hvað hafi farið úrskeiðis. Gerði ég eitthvað rangt? Tók ég starfi þitt?

- Auglýsing -

Facebook-færslu Momo má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -