Hefur hlustað of mikið á Útvarp Sögu | Mannlíf

Innlent

10 febrúar 2019

Hefur hlustað of mikið á Útvarp Sögu

Í hverju tölublaði tiltekur Mannlíf þá aðila sem átt hafa góða viku og slæma viku. Jón Gunnarsson, ekki samgönguráðherra, er sigurvegari vikunnar sem senn er á enda en Páll Óskar hefur átt betri vikur.

Góð vika – Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson hefur verið svo aðsópsmikill í samgöngumálum á kjörtímabilinu að margir líta á hann sem hinn raunverulega samgönguráðherra. Þannig hefur honum tekist að fá ríkisstjórnina til að samþykkja veggjöld, þvert á stefnu allra flokka í ríkisstjórn, þótt hann hafi af aðdáunarverðri auðmýkt leyft samgönguráðherranum, Sigurði Inga Jóhannssyni, að kynna fyrirætlanirnar í fjölmiðlum. Í vikunni fékk hann svo óvænt formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd í hendur eftir að Klaustursþingmaðurinn Bergþór Ólason kaus að stíga til hliðar en nefndin hafði verið óstarfhæf svo vikum skipti vegna nærveru hans.

Slæm vika – Páll Óskar

Svo virðist sem Páll Óskar Hjálmtýsson hafi hlustað of mikið á Útvarp Sögu undanfarið. Í það minnsta féll hann í sömu gildru og margir hlustendur stöðvarinnar hafa gert, að heyra eitthvert samhengislaust og fjarstæðukennt rugl og breiða boðskapinn áfram. Páll Óskar raðruglaði í umræðum um Eurovision-keppnina í Ísrael, sakaði gyðinga eins og þeir leggja sig um að stunda þjóðarmorð í Palestínu sagði þá hafa „saumað sig inn í Evrópu á lúmskan hátt á mjög löngum tíma“. Blessunarlega sá poppstjarnan að sér og baðst afsökunar á ummælunum en sagðist standa við gagnrýni sína á framferði Ísraelsríkis.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 13 tímum

Alls ekkert fyrir aumingja

Lesa meira

Innlent

fyrir 15 tímum

Hægfara umbætur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is