Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
9.5 C
Reykjavik

Hjálparhundur réðst á farþega Delta Airlines

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Farþegi Delta Airlines, Marlin Jackson, hefur lagt inn kæru á hendur flugfélagsins Delta og farþega vélarinnar. Í kærunni er kemur fram að hjálparhundur farþegans hafi bitið andliti Jackson. Þá hafi hann þurfti 28 spor í andliti og á líkama. Hundurinn sem um ræðir er Labrador og Pointer blanda.

Jackson segir atvikið hafa átt sér stað í flugi frá Atlanta til San Diego í júní 2017. „Á meðan Jackson var að festa sætisbeltið sitt hafi dýrið byrjað að urra.” Hundurinn hafi svo króað hann af þar sem hann sat í gluggasæti. „Hundurinn var dreginn frá Jackson. Dýrið náði svo að losa sig og réðst þá aftur að andliti hans” segir í kærunni.

Þá segir að blætt hafi gengdarlaust úr andliti Jackson og hafi þurft að „fjarlægja sætisröðina í heild sinni” úr flugvélinni. 

Kæran beinist að eiganda hundsins og að flugfélaginu. Félagið er sakað um vanrækslu og er fullyrt að ekki hafi verið gripið til viðeigandi varúðarráðstafana. „Flugfélagið hafi ekki leitast eftir staðfestingu á hegðunarþjálfun dýrsins.”

Talsmenn Delta sögðu í viðtali við BBC að breytingar á reglugerð varðandi hjálpardýr hafa verið gerðar hjá félaginu. Skrifleg staðfesting á þjálfun hjálpardýra þarf að berast fyrir flug. Félagið hefur nú bannað hundategundina Pit bull og hjálpardýr sem ekki hafa náð fjögurra mánaða aldri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -