Icelandair leggur 737 Max vélunum | Mannlíf

Icelandair leggur 737 Max vélunum

Innlent

12 mars 2019

Icelandair mun ekki fljúga nýjum Boeing 737 Max flugvélum sínum þangað til búið verður að ganga úr skugga um að öryggi þeirra sé tryggt. Flugfélög og stjórnvöld víða um heim höfðu ákveðið að kyrrsetja vélar af þessari tegund áður en Icelandair tók sína ákvörðun.

Spurningar hafa vaknað um öryggi Boeing 737 Max vélanna eftir mannskætt flugslys í Eþíópíu í gær. Allir 157 um borð létust. Þetta er annað flugslysið á skömmum tíma þar sem flugvél af þessari tegund fellur til jarðar, en flugvél Lion Air hrapaði í Jövuhaf undan ströndum Indónesíu í október. Ekki eru nema tvö ár síðan Boeing 737 Max flugvélar voru teknar í notkun.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að félagið hafi ákveðið að taka flugvélarnar úr rekstri um óákveðinn tíma. Engu að síður telur félagið að vélarnar séu öruggar. Þessi ráðstöfun mun hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem um að að ráða þrjár vélar af 33 farþegavélum í flota þess.

Allt fram að tilkynningunni var það afstaða Icelandair að flugvélarnar væru öruggar og að ekki væri ástæða til að kyrrsetja vélarnar. Það sem hefur gerst í millitíðinni er að bresk stjórnvöld ákváðu að heimila ekki notkun þessara véla í sinni lögsögu og norska flugfélagið Norwegian ákvað að leggja sínum vélum.

Kjarninn

fyrir 14 tímum

„Vel gert“

Lesa meira

Innlent

fyrir 16 tímum

Góðærið, in memoriam

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.