125 milljónir settar á hús Magnúsar og Ingibjargar | Mannlíf

Innlent

6 júní 2018

125 milljónir settar á hús Magnúsar og Ingibjargar

Hjónin Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eru búin að setja hús sitt að Birkigrund 49 í Kópavogi á sölu. Um er að ræða tíu herbergja hús, þar af sex svefnherbergi og tvær stofur, og er ásett verð 125 milljónir króna.

Ingibjörg og Magnús.
Á planinu að framan er hægt að leggja 3-4 bílum.

Húsið telur 286 fermetra og er búið þremur baðherbergjum. Er því ljóst að húsið hentar einkar vel stórum fjölskyldum, enda stutt í skóla og leikskóla.

Stílhreint baðherbergi.

Heimilið var tekið í gegn að innan fyrir fimm árum síðan en breytingarnar voru hannaðar af hinum vinsæla innanhúsarkitekt Rut Káradóttur.

Bjart og fallegt rými.

Á neðstu hæð í húsinu er búið að koma fyrir sjónvarpsherbergi, baðherbergi og tveimur stórum svefnherbergjum, en sérinngangur er á þá hæð og því hægt að búa þar til séríbúð.

Nóg af plássi í þessu húsi.

Planið fyrir framan húsið er upphitað og garðurinn er vel hirtur og fallegur. Svo ekki sé talað um nágrennið, en húsið er staðsett steinsnar frá Fossvogsdalnum, Kópavogsmegin, sem er vinsæl útivistarparadís. Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir af eigninni:

 

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is