Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

72 kíló af marijúana voru haldlögð árið 2018

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

72 kíló af marijúana voru haldlögð á árinu á landsvísu. Til samanburðar voru 34 kíló af marijúana haldlögð á árinu 2017.

Á árinu 2018 lagði lögreglan hald á ýmis fíkniefni en þó langmest af marijúana. Í bráðabirgðatölum sem embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman um afbrot á landinu öllu árið 2018 kemur fram að 72 kíló af marijúana voru haldlögð á árinu. Það er töluverð aukning ef miðað er við árið 2017 en það ár voru 34 kíló af marijúana haldlögð.

Í samantekt lögreglu er vakin athygli á að þegar tölur ársins 2018 eru bornar saman við tölur ársins 2017 þá var mun meira magn af marijúana haldlagt en þó í færri málum. „Athuga skal að eitt eða fleiri stór fíkniefnamál geta haft mikil áhrif á heildartölur þess árs sem málið kemur upp. Þar munar mestu um stóra framleiðslu þar sem haldlögð voru yfir 17 kíló af efninu,“ segir í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra sem skoða má hér.

Þess má geta að samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra hefur heildarfjölda fíkniefnabrota fjölgað fjölgað um 5% ef 2018 er borið saman við 2017.

Meðfylgjandi er mynd af töflu sem sýnir magn þeirra fíkniefna sem lögregla og tollgæsla hefur lagt hald á á árunum 2013 til 2018.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -