Af hverju eru Íslendingar svona góðir í handbolta? | Mannlíf

Innlent

15 janúar 2019

Af hverju eru Íslendingar svona góðir í handbolta?

Er einhver skýring á því að jafnfámenn þjóð og Ísland hefur náð svo góðum árangri í handbolta og átt svo marga heimsklassa leikmenn?

Þeir eru eflaust margir sem hafa velt þessum spurningum fyrir sér í gegnum tíðina án þess þó endilega að komast að niðurstöðu. Þetta hefur hins vegar verið rannsakað, í lokaritgerð í íþróttafræði sem þeir Ásbjörn Friðriksson og Grétar Þór Eyþórsson skrifuðu árið 2011 og byggir á viðtölum við fjölda einstaklinga sem koma að handbolta á einn eða annan hátt.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru ástæðurnar fyrst og fremst þrjár: hefð, fyrirmyndir og nálægð. Hefðin fyrir handbolta á Íslandi er sterk enda var lengi vel talað um handbolta sem þjóðaríþrótt Íslendinga. Hefðin og áhuginn fyrir íslenska landsliðinu gerir það vafalaust að verkum að margir ungir krakkar velja að æfa handbolta Fyrirmyndir skipta gríðarlegu máli og allt frá því að Geir Hallsteinsson samdi við þýska stórliðið Göppingen á áttunda áratug síðustu aldar hefur Ísland átt að minnsta kosti einn leikmann í fremstu röð í heiminum. Hér heima er svo nálægðin við fyrirmyndirnar meiri en víðast hvar annars staðar, ungum leikmönnum gefst oft kostur á að berja þær augum og jafnvel spjalla við þær.

Þá segir í rannsókninni að hér áður fyrr hafi það meira verið háð tilviljun hvort Ísland næði árangri á stórmótum, en á árunum áður en rannsóknin var gerð árið 2011 hafi komið ákveðinn stöðugleiki í árangur liðsins. Niðurstöðurnar sýndu einnig fram á að árangur liðsins er yfirleitt betri þegar fleiri atvinnumenn eru í hópnum heldur en færri.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is