Agzilla gefur út plötu hjá Metalheadz | Mannlíf

Agzilla gefur út plötu hjá Metalheadz

Innlent

23 febrúar 2019

Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Agzilla, eða Agnar Agnarsson eins og hann heitir réttu nafni, sendi nýlega frá sér plötuna Cats can hear ultrasound en hún kemur út á vegum bresku plötuútgáfunnar Metalheadz. Útgáfan hefur verið starfandi frá því snemma á tíunda áratugnum en hún sérhæfir sig í Drum N Bass-tónlist.

Tónlistarmaðurinn og graffiti-snillingurinn Goldie er eigandi útgáfunnar en hann og Agzilla hafa verið vinir í rúmlega 26 ár. Cats can hear ultrasound hefur verið talsvert lengi í vinnslu en lögin á plötunni eru ansi mismunandi, allt frá Drum and Bass yfir í „leftfield“-hús og techno, downtempo, broken beats ofl. Hægt er að lesa viðtal við Agzilla á Albumm.is

Innlent

fyrir 8 tímum

Dýrkeyptur sparnaður

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.