Ari setur poppaða dansútgáfu af Our Choice í loftið | Mannlíf

Innlent

5 maí 2018

Ari setur poppaða dansútgáfu af Our Choice í loftið

Eurovision-farinn Ari Ólafsson er búinn að setja í loftið endurhljóðblandaða útgáfu af Eurovision-laginu Our Choice, sem hann flytur í keppninni í næstu viku.

Lagið var endurhljóðblandað af upptökuteyminu StopWaitGo og er komið í ansi hreint poppaðan dansbúning. Ari frumflutti útgáfuna á Facebook-síðu sinni og hefur verið hlustað á hana mörg þúsund sinnum.

Sjá einnig: Það sem býr á bak við brosið.

StopWaitGo er eftirsótt upptökuteymi og eru meðlimir þess ekki ókunnugir Eurovision. Þeir áttu til dæmis þau tvö lög sem kepptust um að komast utan í keppnina árið 2015, bæði Lítil Skref, eða Unbroken, með Maríu Ólafsdóttur og Í síðasta skipti, eða Once Again, flutt af Friðriki Dór. Eins og margir muna var það fyrra lagið sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision en Friðrik Dór fékk að fljóta með í bakröddum.

Ari stígur á sviðið í Lissabon næstkomandi þriðjudag, þann 8. maí, í fyrri undanúrslitariðlinum. Ari er númer tvö í röðinni, en veðbankar og Eurovision-spekúlantar eru flestir sammála um að hann komist ekki upp úr riðlinum. Ef svo fer að Ari vinni hjörtu Evrópubúa líkt og hann vann hjörtu Íslendinga keppir hann í úrslitunum laugardagskvöldið 12. maí.

Sjá einnig: Þú gætir grætt fúlgur fjár með því að veðja á Our Choice.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is