Ásta Hrafnhildur auglýsir eftir geitahirði | Mannlíf

Innlent

18 október 2018

Ásta Hrafnhildur auglýsir eftir geitahirði

Ásta Hrafnhildur stingur upp á því að aðdáendur IKEA-geitarinnar vakti hana þar sem um lukkudýr Garðbæinga sér að ræða.

IKEA-geitin góða er komin á sinn stað fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ. Geitin er úr strái en undanfarin ár hefur hún orðið brennuvörgum að bráð. Fjölmiðlakonan Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir stingur því upp á að geitin verði vöktuð. Hún birti færslu á Facebook í gær og óskaði eftir viðbrögðum frá áhugasömum.

„Brunavarnarnefnd Gæludýrafélags Ikeavina auglýsir laust starf geitahirðis. Áhugasamir eru beðnir um að senda umsóknir á netfangið VidEldumEkkiGeitur@WeLoveSweden.com,“ skrifaði Ásta.

Spurð út í hvort hún sé mikill aðdáandi IKEA-geitarinnar segir Ásta: „geitin góða er kærkomið lukkudýr Garðbæinga…við eigum ekkert annað. Reykvíkingar eiga Húsdýragarð, Hafnfirðingar áttu Sædýrasafn, Kópavogur er kenndur við dýr…“ segir Ásta sem er Garðbæingur í húð og hár. Hún bætir við: „en í Garðabæ er stærsta kaupfélag landsins, vinsælasti veitingastaðurinn, heitasta húsdýrið og Guðni forseti. Stjörnum prýtt sveitarfélag.“

Mynd af geit / Af Facebook-síðu IKEA

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 13 tímum

Alls ekkert fyrir aumingja

Lesa meira

Innlent

fyrir 15 tímum

Hægfara umbætur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is