Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Bannað að breyta nafninu í þjóðskrá fyrir kynleiðréttingarferli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfélagið í kringum trans stelpuna Ronju Sif Magnúsdóttur tók henni vel eftir að hún fékk frelsi til að vera stelpa. Leikskólinn breytti nafninu hennar strax í tölvukerfinu, breytti öllum merkingum á hólfum og skúffum. Það sama má segja þegar Ronja byrjaði í skóla – nafninu var breytt áður skólaárið hófst og fræðsla var haldin fyrir starfsfólkið.

„Þar sem lögin banna Þjóðskrá að breyta nafni milli kynja fyrr en kynleiðréttingarferli er komið ákveðið langt á veg verðum við að semja við hverja stofnun fyrir sig um nafnabreytingu. Heilsugæslustöðin hefur til dæmis einnig breytt nafninu í kerfinu þeirra fyrir Ronju. Ég veit ekki hvað liggur að baki þessum lögum en þannig er staðan og ekkert sem við getum gert að svo stöddu,“ segir Stefanía Ósk Benediktsdóttir móðir Ronju. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt, það hlýtur að vera hægt að leyfa nafnabreytingu milli kynja með einhverjum skilyrðum, einhverjum reglum um að fólk geri þetta ekki endalaust fram og til baka. Það er ekki gaman fyrir þessa einstaklinga að fara til dæmis inn á heilbrigðisstofnun og vera kallaðir upp með sínu gamla nafni, hvað þá að þurfa að hafa sitt gamla nafn í skilríkjum á borð við vegabréf. Það er einfaldlega bara sárt fyrir þá.“

Þegar Ronja fer að komast á kynþroskaaldurinn þarf hún að fá tíma hjá BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans) og hitta geðlækni til að fá samþykki fyrir „blockerum“, eins og það kallast, sem stoppar kynþroskann hennar. „Hún má ekki fara í neina aðgerð fyrr en hún er orðin sjálfráða og því alveg tíu ár í að hún megi breyta nafninu sínu í Þjóðskrá. Sem er virkilega langur tími. Þangað til er það undir náð og miskunn skólayfirvalda, hvort hún verður kölluð Ronja í sínum skólum í framtíðinni eða ekki. Til dæmis var hræðilegt að heyra um þegar skólayfirvöld í Menntaskólaum við Sund neituðu að breyta nafni trans stráksins Dalvins Smára Imsland í kerfi sínu. Einstaklingar sem vinna á svona stofnunum ættu ekki að láta fordóma bitna á aðilum sem eru ekki innan rammans.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -