Bara fyrir stelpur? | Mannlíf

Innlent

19 ágúst 2018

Bara fyrir stelpur?

Linda Björg Árnadóttir skýtur föstum skotum á bloggara á Trendnet.

„Er trendnet bara fyrir stelpur,“ spyr Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar LHÍ, í athugasemd sem hún setur fram á Facebook-síðu tísku-, hönnunar- og lífsstílsbloggsins Trendnet. Tilefnið er grein sem Fanney Ingvarsdóttir deilir á síðunni og fjallar um heimsókn hennar í verslunina Yeoman við Skólavörðustíg, en greinin hefst á því að hún ávarpar lesendur sína í kvenkyni með eftirfarandi orðum: „Ég held að við könnumst nú langflestar við íslensku hönnunina Hildur Yeoman.“

Þetta kemur Lindu greinilega torkennilega fyrir sjónir því í athugsemdinni endurtekur hún: „Langflestar?“ og bætir við fyrrgreindri spurningu. Ekki stendur á viðbrögðum hjá Fanneyju, sem svarar að bragði: „Alls ekki. Yeoman er hinsvegar ekki með flíkur fyrir karlmenn svo þess vegna orðaði ég þetta svona.“ Linda Björg er hins vegar hvergi nærri af baki dottin og skrifar:  „Þannig að strákar sem hanna kvenfatnað eða ganga í kjólum eða kærastar eiga ekki að lesa þetta?“ Fanney virðist ekki sjá ástæðu til að svara þessu.

Myndatexti: Linda Björg Árnadóttir gerir athugasemd við greinaskrif Fanneyjar Ingvarsdóttur. Mynd / Heiða Helgadóttir

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 16 tímum

Að velja að sjá ekki neitt

Lesa meira

Innlent

fyrir 20 tímum

Rappar á þremur tungumálum

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is