Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

BBC fjallar um álfatrú Íslendinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í grein á BBC er fjallað um álfatrú Íslendinga og greint frá því að stórt hlutfall landsmanna trúi á álfa ef marka á könnun frá árinu 2007.

Í ferðagrein sem birtist á vef BBC í dag er fjallað um álfatrú Íslendinga. Greinin er byggð að hluta til á könnun frá árinu 2007 sem framkvæmd var af þjóðfræðinemum við Háskóla Íslands. Í umfjöllun BBC segir að niðurstaða könnunarinnar hafi leitt í ljós að um 62% Íslendinga telja að álfar séu til.

Þá er rætt við íslensku tónlistarkonuna Jófríði Ákadóttur og hennar álfatrú.

Jófríður segir blaðamanni frá stórum stein sem stóð á lóð í íbúðarhverfi í Reykjavík. Hún og vinir hennar trúðu að steinninn væri álfasteinn þegar þau voru krakkar. „Við vorum viss um að þetta væri álfasteinn og að við ættum ekki að trufla álfana. Hann var tvistar sinnum stærri en ég,“ sagði Jófríður sem einn daginn klifraði upp á steininn með herkjum.

Þegar ég lenti þá beit ég í vörina á mér og blóðið fossaði.

„Vinir mínir vöruðu mig við og sögðu þetta slæma hugmynd. Ég hoppaði niður og þegar ég lenti þá beit ég í vörina á mér og blóðið fossaði úr munni mínum. Ég hljóp heim grátandi og snerti þennan stein aldrei aftur.“

Blaðamaður BBC segir sögu Jófríðar alls ekki einstaka og að margir Íslendingar hafi svipaðar sögur að segja.

Þá er vísað í álfasögur Magnúsar Skarphéðinssonar og Sigtryggs Baldurssonar.

- Auglýsing -

Greinina má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -