Brynja Nordquist hættir sem flugfreyja | Mannlíf

Innlent

Brynja Nordquist hættir sem flugfreyja

Brynja Nordquist á farsælan feril að baki sem flugfreyja. Hún fer í seinasta flugið sem flugfreyja á föstudaginn.

Flugfreyjan og fyrrverandi fyrirsætan Brynja Nordquist hélt út í síðustu ferðina sína sem flugfreyja Icelandair í gær. Síðasta vinnuferðin er til New York og flýgur hún til baka á morgun, föstudag. Það var eiginmaður Brynju, fjölmiðlamaðurinn Þórhallur Gunnarsson, sem greindi frá þessu á Facebook.

„Þessi fallega kona er að leggja upp í sína allra síðustu ferð sem flugfreyja hjá Icelandair… erum á leið til New York… þetta verður skemmtileg ferð,“ skrifaði hann á Facebook.

Brynja, sem er 65 ára, hefur átt langan og farsælan feril sem flugfreyja. Góðum kveðjum hefur rignt yfir hana á Facebook í tilefni starfslokanna, sérstaklega frá samstarfsfólki hennar sem lýsir henni sem frábærum starfskrafti og vinnufélaga.

Mynd / Gunnar Gunnarsson

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Vinsæl íslensk og vegleg tímarit

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu