Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Eftirlíkingar af Hú!-bolum á Netinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Hugleikur Dagsson.

Hugleikur Dagsson setti af stað viðburðinn HÚ! í Paradís í samstarfi við Tólfuna, stuðningsmannalið íslensku landsliðanna í gær, en þar er meðal annars til sýnis ný Hú!-vörulína úr smiðju listamannsins. Því er óhætt að segja að línan stækki ört og nú eru meira að segja komnar eftirlíkingar í umferð.

„Ég var bara rosalega glaður að sjá þennan bol, meðal annars af því að mig hafði dreymt um að eignast svona „bootleg“-bol. Það hefði verið ágætis punktur yfir i-ið á brandaranum um HÚ! málið stóra um daginn,“ segir Hugleikur léttur í lund, þegar hann var spurður að því hvernig sér hafi eiginlega orðið við að uppgötva að búið væri að gera eftirlíkingu af HÚ!-bolnum hans, hvorki meira né minna.

Bolurinn er frekar „basic“ að hans sögn, með mátulega illa teiknuðum spýtukarli sem sé undir augljós-um áhrifum frá hans teikningu þótt karlinn segi reyndar HU! með u-i en ekki ú-i, búningurinn sé aðeins breyttur og munnur kominn á karlinn. En sjálfur hefur hann fyrir reglu að setja aldrei munna á karlana sína.

„Satt að segja var ég kominn með impostor syndrome í kjölfar HÚ!-málsins mikla þar sem ég fylgist ekkert með fótbolta.“

Þrátt fyrir þetta segist Hugleiki ekki detta í hug að gera veður út af málinu. „Ég er meira að segja að reyna að panta hann í þessum töluðu orðum en það kemur: „sorry this item is no longer available“. Það hefur einhver klagað. En íronískt,“ segir hann hlæjandi og bætir við að ef hann ætlaði að vera með einhver læti út af svona eftirlíkingu þá væri hann engu skárri en eitt af svínunum í Animal Farm.

Sjálfur verður Hugleikur með eigin HÚ!-boli og -varning til sölu í Bíó Paradís meðan á HM stendur, en Bíó Paradís mun sýna frá öllum leikjunum á HM og verður ókeypis inn.

Hugleikur viðurkennir þó að hér áður fyrr hafi eftirlíkingar af vörunum hans farið í taugarnar á sér. „Núna finnst mér það bara gaman og best þegar fólk gerir heiðarlega tilraun til að endurteikna mínar teikningar í staðinn fyrir að gera bara copy paste. Ég vil smávegis sál og persónuleika í mínar falsanir,“ segir hann og kveðst hafa kvatt fólk til að gera sínar eigin hú-flíkur og -vörur, enda eigi hann ekki „HÚ-ið“. „Ég hef því miður ekki séð mikið af þeim og þess vegna fagna ég þessari ódýru eftirgerð. Vonandi fer hún aftur í sölu.“

Sjálfur verður Hugleikur með eigin HÚ!-boli og -varning til sölu í Bíó Paradís meðan á HM stendur, en Bíó Paradís mun sýna frá öllum leikjunum á HM og verður ókeypis inn. Í gær opnaði Hugleikur þar sýningu með 22 HÚ!-mönnum uppsettum á hátíðarfána. „Satt að segja var ég kominn með impostor syndrome í kjölfar hú!-málsins mikla þar sem ég fylgist ekkert með fótbolta og hef meira segja ósjaldan gert grín að þessari ágætu íþrótt. En sumarið 2016 opnuðust augun mín fyrir fegurðinni sem þetta fyrirbæri getur skapað og ekki sakaði að bolurinn minn seldist vel. Mér fannst samt vanta eitthvað meira. Eitthvað hullalegt. Ég ákvað að friða mitt listræna hjarta með því að hanna þessar 22 HÚ-fígúrur til að fagna HM,“ lýsir hann.

Myndir af Hugleik / Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -