Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Ég hef átt nokkra daga með Sir Ian og hann er hinn ljúfasti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er nú við tökur á stórmyndinni The Good Liar. Myndin er gerð eftir skáldsögu Nicholas Searle og skartar leikurunum Dame Hellen Mirren og Sir Ian McKellen í aðalhlutverkum.

„Þetta er náttúrlega allt saman miklu stærra en mig óraði nokkru sinni fyrir. Ég reyni bara að taka einn dag í einu í þessu djobbi og gera mitt besta,“ segir Jóhannes Haukur.

Hann má lítið sem ekkert tjá sig um söguþráð myndarinnar eða hlutverk sitt, en samkvæmt upplýsingum á kvikmyndasíðunni IMDb leikur hann persónu sem heitir Vlad. Því má ætla að karakter hans sé af austurevrópskum uppruna, en myndin fjallar um svikahrappinn Roy Courtnay, sem leikinn er af McKellen, sem kynnist ekkjunni Betty McLeish, sem er leikin af Mirren, á Netinu. Það sem átti að vera enn eitt svindlið breytist síðan í eitthvað allt annað.

Sjá einnig: „Þetta gefur mér meiri tíma með konunni og börnum og það er það sem ég vil“.

Myndin er tekin upp í miðbæ Lundúna að sögn Jóhannesar. „Um daginn voru grunnbúðirnar okkar með treilerunum rétt við Buckinham-höll,“ segir hann og bætir við að hlutverkið hafi komið til hans í gegnum hefðbundnar leiðir, það er í gegnum umboðsmann.

Myndin er gerð eftir skáldsögu Nicholas Searle.

„Ég er með einn í London og tvo í Los Angeles og þeir eru óþreytandi við að koma mér að í prufum fyrir hitt og þetta. Það er nú þannig að ég prófa fyrir mun meira en ég fæ, en fæ þó nógu reglulega hlutverk til að geta haft þetta að aðalstarfi nú í um fjögur ár. Því fleira sem bætist á ferilskrána því auðveldara er að komast að í leitarsíum fyrir hin og þessi verkefni, þannig að þetta vindur alltaf upp á sig.“

Geggjaður matur á setti

Jóhannes byrjaði í tökum fyrir um þremur vikum og nær að fljúga heim til Íslands á milli tökudaga. Tökur klárast í júní en ljóst er af allri umgjörð að um er að ræða sannakallaða stórmynd þar sem háar fjárhæðir eru undir.

- Auglýsing -

„Jú, viðbúnaðurinn er alltaf mikill í svona Hollywood-myndum. En það venst eins og annað. Maturinn er alltaf geggjaður á setti,“ segir Jóhannes. Hann hefur ekki enn hitt Dame Helen, þó að það líði að því bráðlega, en ber Sir Ian góða söguna.

„Ég hef átt nokkra daga með Sir Ian og hann er hinn ljúfasti. Mikill húmoristi, jákvæður og glaður. Ég og Ian áttum gott spjall um bíla, heimilis- og sjúkratryggingar.“

Báðir miklir söngleikjamenn

Leikstjóri myndarinnar er Bill Condon en hann leikstýrði meðal annars Beauty and the Beast sem var frumsýnd í fyrra og The Twilight Saga: Breaking Dawn Part 1 og 2. Jóhannesi og Bill kemur vel saman á setti.

„Leikstjórinn er mikill söngleikjamaður rétt eins og ég sjálfur og við höfum skemmt okkur við að raula hin og þessi lög, ég með íslenska textanum og hann með enska. Það er mikið stuð.“

- Auglýsing -

Áætluð frumsýning á The Good Liar er einhvern tíma á næsta ári en nóg hefur verið að gera hjá Jóhannesi í erlendum verkefnum upp á síðkastið, til dæmis í Netflix-seríunni The Innocents, kvikmyndinni Atomic Blonde og geimseríunni Origin. Ætli þessi stórmynd opni einhverjar nýjar dyr fyrir Jóhannesi?

Jóhannes Haukur í hlutverki sínu í Ég man þig.

„Ég er meira en sáttur við hvernig sakir standa og vona að ég geti haldið áfram í það minnsta á sömu braut. Eitt leiðir alltaf að öðru, ég vona það alla vega.“

Sjá einnig: Jóhannes Haukur fer á kostum í stiklu fyrir nýja Netflix-seríu.

Aðalmynd / Baldur Kristjánsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -