„Ég hefði látið sprauta börnin ef það hefði verið í boði“ | Mannlíf

„Ég hefði látið sprauta börnin ef það hefði verið í boði“

Innlent

6 mars 2019

Í ljósi þess að fjórir einstaklingar hafa greinst með mislinga á Íslandi nýlega hefur umræðan um bólusetningar verið áberandi.

Færsla sem Þórunn Jónsdóttir birti á Facebook árið 2015 hefur komist aftur í dreifingu á samfélagsmiðlinum eftir fréttir bárust af mislingasmitinum.

Í færslunni segir hún frá syni sínum sem lést af völdum heilabólgu vegna mislinga árið 1967. Þórunn hvetur fólk eindregið til að bólusetja börnin sín.

„Kæru vinir og ættingjar, hér er mynd af litla drengnum mínum sem dó úr heilabólgu, mislingum. Virtist ekki vera mikið veikur fyrr en seinni parts dags en andaðist um miðnætti samdægurs. Hugsið ykkur vel um þegar þið takið ákvörðun um að láta ekki sprauta börnin,“ segir Þórunn í færslunni.

„Ef á þessum tíma hefði verið farið að sprauta, hefði ekki farið svona. Ég hefði látið sprauta börnin ef það hefði verið í boði,“ bætir hún við.

Færslan er birt með góðfúslegu leyfi Þórunnar. Hér fyrir neðan má sjá hana.

Sjá einnig: Sóttvarnaráðstafanir sem miða að því að hindra frekari smit

Kjarninn

fyrir 14 tímum

„Vel gert“

Lesa meira

Innlent

fyrir 16 tímum

Góðærið, in memoriam

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.