Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

„Ég reyndi oft að vara við þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ, telur að stjórnvöld spili lykilhlutverk í því að leysa þær deilur sem nú standa yfir á vinnumarkaði. Hann segir að ríkið þurfi að koma að borðinu með lausnir.

„Auðvitað eru mörg fordæmi fyrir því að ríkið hafi gert það. Ég hygg að rótin að þessari deilu liggi að miklu leyti í höndum stjórnvalda. Bæði lýtur það að því með hvaða hætti bæði skattlagning og skerðing á framlögum til þeirra tekjulægstu hefur verið fylgt eftir árum saman án þess að það hafi verið hlustað á varnaðarorð,“ segir hann og bætir við að taktleysi í launahækkunum þeirra launahæstu sé aðeins til að flækjast fyrir.

Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.

„Ofan á allt annað kemur svo þessi óánægja með kjararáð og launahækkanir stjórnenda hjá opinberum fyrirtækjum og reyndar ýmsum einkareknum fyrirtækjum einnig. Allt hefur þetta gert það að verkum að það kraumar mjög mikil reiði í þjóðfélaginu,“ útskýrir Gylfi.
„Ég reyndi oft að vara við þessu að þetta væri ekki skynsamlegt ef menn vildu leggja upp með stöðuleika og sátt, þá verður auðvitað að vera eitthvert samhengi í þessu. Það er því miður ekki það sem almenningur hefur mátt upplifa.“

„Ég reyndi oft að vara við þessu að þetta væri ekki skynsamlegt ef menn vildu leggja upp með stöðuleika og sátt.“

Gylfi hefur oft staðið í sömu sporum og deiluaðilar standa í nú. Hann þekkir vel til andrúmsloftsins en segir að það sé ætíð farsælast að finna sameiginlegan grundvöll. „Auðvitað er alveg ljóst að þessi barátta er háð því að það takist að mynda samstöðuleiðir, það er alveg ljóst,“ segir hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -