Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

„Ég varð eiginlega alveg brjáluð þegar ég las þessa bók“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og leikstjóri, segir frá bókunum sem hafa haft mest áhrif á hana.

Skáldsagan The Mists of Avalon eftir Marion Zimmer Bradley kom út árið 1983 og segir söguna af konunum í kringum Arthúr konung og hvernig mæðraveldi og náttúrudýrkun fer halloka fyrir feðraveldi og stríðsguðum. Hún sýnir klassíska söguskoðun frá allt öðru sjónarhorni og fékk mig til að hugsa um möguleikann á marglaga söguskoðun þar sem allskyns sannleikur lifir hlið við hlið. Ég las hana fyrst þegar ég var nítján ára en komst að því fyrir nokkrum árum að til eru söfnuðir í Bretlandi og Bandaríkjunum sem byggja vissa tegund gyðjutrúar á gyðjutrúnni sem birtist í þessari bók.

The Beauty Myth eftir Naomi Wolf er ein af bókunum sem gerði mig að femínista. Hún lýsir því hvernig hugmyndin um fegurð er búin til af markaðsöflum og feðraveldinu og hvernig hún þjónar því hlutverki að halda konum frá völdum, vellíðan og velgengni. Ég varð eiginlega alveg brjáluð þegar ég ég las þessa bók og gerði mér grein fyrir hvað það var búið að hafa mig að miklu fífli. Ákvað síðan í framhaldinu að gera mestu uppreisn sem hægt er að gera, sem er að vera ánægð með mig!

Hugsanir annarra eftir Kristján Þórð Hrafnsson er afskaplega falleg bók þar sem fjallað er um ást, svik og einmanaleika af einstakri næmni. Hún segir af giftum manni sem á í ástarsambandi við yngri konu og hvernig hann upplifir þeirra samskipti og valdaleysi sitt gagnvart því sem hún hugsar en öll upplifum við einhvern tíma óöryggið og valdaleysið sem fylgir því að vita ekki hvað gengur á innra með þeim sem við elskum.

 

Small Gods eftir Terry Pratchett er uppáhaldsbókin mín eftir þann gengna snilling en ég á næstum allar bækurnar hans og hef lesið þær flestar oftar en tölu verður á komið. Flestar bækur hans gerast í spegilveröld við okkar sem hann notar til að sýna okkur ástandið á okkur á hátt sem er allt í senn; heimspekilegur, gagnrýninn og fáránlega fyndinn.

- Auglýsing -

Mynd / Rut Sigurðardóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -