Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Eins og nýja lagið hefði skrifað sig sjálft

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Greta Salóme gaf út nýtt lag og myndband í dag. Lagið heitir Mess It Up. Hún lýsir laginu sem „fersku popplagi“.

„Þetta er nýtt og ferskt popplag með skemmtilegum texta og var samið í hitabylgjunni í Kaupmannahöfn síðasta sumar. Ég samdi lagið með danska pródúsentinum Emil Lei en við höfum unnið áður saman í nokkrum verkefnum,“ segir Greta þegar hún er spurð út í þetta nýja lag.

„Við vorum að semja saman og svo var ég líka að taka upp strengi með honum fyrir danska ríkissjónvarpið en hann er einmitt í alls konar upptöku- og framleiðsluverkefnum þarna úti.“

Það var nánast eins og lagið hefði skrifað sig sjálft.

Greta segir samvinnuna við Emil í kringum lagið hafa gengið eins og í sögu. „Þegar við byrjuðum á laginu Mess it Up þá vissum við strax að þetta lag yrði eitthvað sem við yrðum virkilega ánægð með og allt ferlið var svo einfalt. Það var nánast eins og lagið hefði skrifað sig sjálft. Við skiptumst á að semja og taka upp og setjast svo fyrir framan viftuna til að ná andanum þar sem það voru um 35 gráður alla þessa viku í Kaupmannahöfn og engin loftræsting neins staðar.“

Það hefur verið nóg að gera hjá Gretu undanfarið og þess vegna var beðið með að gefa lagið út.

„Lagið er svo búið að fá að bíða í svolítinn tíma þar sem ég hef verið að túra og spila úti nánast án þess að stoppa síðan síðasta sumar en er núna komin aftur heim til Íslands og með mikið af efni sem bíður útgáfu en við vorum alveg sannfærð um að þetta lag ætti að vera fyrsta lagið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -