Eldri hjón gáfu Eflingu 100.000 krónur í verkfallssjóð | Mannlíf

Eldri hjón gáfu Eflingu 100.000 krónur í verkfallssjóð

Innlent

13 mars 2019

Hjón heimsóttu skrifstofu Eflingar í gær og gáfu 100.000 krónur í verkfallssjóð. Hjónin eru ekki félagsmenn Eflingar.

Stéttarfélagið Efling fékk peningagjöf í gær upp á 100.000 krónur frá eldri hjónum sem lýstur yfir stuðning sínum vegna verkfallsaðgerða. Þetta kemur fram í grein á vef Eflingar.

Þar kemur fram að Eflingu hefur borist fjölmargar stuðnings- og baráttukveðjur undanfarna daga og vikur vegna verkfallsaðgerðanna. Eins hefur margt fólk komið í heimsókn á skrifstofuna til lýsa yfir stuðningi sínum, þar á meðal hjónin með peningagjöfina. Eins hefur Eflingu borist kveðjur frá erlendum stéttarfélögum er fram kemur á vef Eflingar.

„Mikinn meðbyr er líka að finna hjá fólki sem stendur utan við Eflingu,“ segir meðal annars.

„Í gær komu á skrifstofuna eldri hjón sem ekki eru félagsmenn í Eflingu og gáfu peningagjöf að upphæð 100.000 kr. í verkfallssjóð. Lýstu hjónin, sem ekki vilja láta nafns síns getið, að þau vilji leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir að veita þeim lægst launuðustu, öryrkjum og eldri borgurum mannsæmandi líf. Vaxandi samstaða hefur orðið á milli Eflingar, Öryrkjabandalagsins og ellilífeyrisþega að undanförnu enda yfirlýst markmið baráttunnar fyrir betra lífi að allt fólk á Íslandi geti lifað mannsæmandi lífi.“

100.000 krónurnar frá hjónunum eru ekki einu peningagjafirnar sem Efling hefur fengið í verkfallssjóð því á dögunum kom kona frá Milwaukee á skrifstofu Eflingar og styrkti sjóðinn um 20 dollara. Hún hafði heyrt af verkfallsaðgerðum í gegnum rútubílstjóra sem hún ferðaðist með um landið og vildi leggja sitt af mörkum.

Kjarninn

fyrir 14 tímum

„Vel gert“

Lesa meira

Innlent

fyrir 16 tímum

Góðærið, in memoriam

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.