Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Embla gerir til ótrúleg listaverk á andlit sitt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Embla Gabríela Wigum notar andlit sitt sem striga til að skapa mögnuð listaverk.

Hin 19 ára Embla Gabríela Wigum býr til ótrúleg listaverk á andlit sitt og deilir myndum með fylgjendum sínum á Instagram. Embla fer óhefðbundnar leiðir í förðun eins og sjá má á myndunum sem hún deilir.

Spurð út í hvenær hún byrjaði að fikta með snyrtivörur og förðun segir Embla áhugann alltaf hafa verið til staðar. „Ég hef haft áhuga á förðun síðan ég man eftir mér. En áhuginn byrjaði fyrir alvöru þegar ég eignaðist mína fyrstu augnskuggapallettu 15 ára gömul. Þá ákvað ég að stefna á förðunarnám og ég fór í Reykjavík Makeup School í september í fyrra, samhliða því að vera í menntaskóla. Eftir það hefur áhuginn bara aukist.“

Embla segir innblásturinn koma úr öllum áttum. „Oft fæ ég innblástur frá öðrum förðunarfræðingum á Instagram en innblásturinn getur líka komið úr umhverfinu. Til dæmis hef ég gert mörg „lúkk“ sem eru innblásin af náttúrunni,“ segir Embla sem vinnur þá ýmist með litasamsetningar úr náttúrunni eða teiknar hreinlega landslag á andlit sitt svo dæmi séu tekin.

Þegar Embla er spurð út í hvort hún eigi sér uppáhalds förðun sem hún sjálf hefur gert á hún erfitt með að svara. „Ein af þeim förðunum sem ég er ánægðust er förðunin þar sem ég málaði himinn og ský á bringuna á mér. Það tók mig langan tíma og ég var alveg að gefast upp. En ég var mjög ánægð með útkomuna þannig það var alveg þess virði.“

Embla hefur lagt það í vana sinn að mynda þá förðun sem hún gerir og deila myndunum á Instagram. Svo þrífur hún förðunina yfirleitt fljótlega af. „Það getur verið leiðinlegt að þrífa förðun af sem ég er búin að eyða kannski mörgum klukkustundum í. En það er líka það skemmtilega við förðun, maður getur gert hvað sem manni dettur í hug og svo fer það alltaf af í lok dagsins.“

„Það getur verið leiðinlegt að þrífa förðun af sem ég er búin að eyða kannski mörgum klukkustundum í.“

- Auglýsing -

Spurð út í hennar uppáhaldsförðunarfræðinga nefnir Embla þau James Charles, Abby Roberts, Keilidh mua og Sarina Nepstad sem dæmi. „Það eru svo miklu fleiri sem ég fylgist með en þessi eru í mestu uppáhaldi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -