Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Erfitt að segja deyjandi manneskju hvernig hún á að kveðja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Ármannsson missti eiginkonu sína úr krabbameini fyrir fimm árum og hefur sjálfur í fjórtán ár glímt við ólæknandi blóðkrabbamein sem tók að ágerast á síðasta ári. Hann hefur einsett sér að ræða hlutina opinskátt þótt það geti verið erfitt.

„Þegar minn sjúkdómur fór af stað þá völdum við að tala mikið um þetta en svo kom í ljós eftir einhverjar vikur að ég væri ekki að fara alveg á næstunni, gæti átt eftir mánuði eða ár, eins og svo kom í ljós. Meðvitaður um þá óvissu hvernig þetta mundi þróast valdi ég að vera ekki alltaf að tala um þetta. En í hennar tilviki var engin óvissa. Það lá bara fyrir að hún væri að kveðja smám saman. Og það sem reyndist svo óhemju erfitt var að sjá manneskjuna deyja smátt og smátt, ef svo má segja. Geta hennar minnkaði og heimurinn dróst saman, segir Gunnar.

„Ég ímyndaði mér að ég hefði viljað bregðast öðruvísi við, að ég hefði viljað tala um þetta við mína nánustu og þá ekki síður að hún hefði getað rætt þetta við sína nánustu. En það er svo erfitt að ætla að fara að segja manneskju sem er að kveðja þessa jarðvist hvernig hún eigi að gera það. Hún verður að ráða því sjálf.

Þetta er ólæknandi sjúkdómur og ég vil að mínir nánustu geti rætt þetta.

En þessi reynsla sannfærði mig um að það sé skynsamlegt að ræða þetta. Ef ekki við maka sem mögulega vill ekki ræða þetta, þá vini eða aðra sem geta veitt stuðning og ráð. Ég gerði það ekki og þess vegna hef ég ákveðið núna, þegar minn sjúkdómur er farinn af stað aftur, að ræða það opinskátt og feimnislaust. Þetta er ólæknandi sjúkdómur og ég vil að mínir nánustu geti rætt þetta. Ég vil ekki að það sé verið að fara í kringum þetta eða vandræðast með þetta. Ég vil að þetta sé rætt feimnislaust.“

Í nýjasta tölublaði Mannlífs, sem kemur út í fyrramálið, ræða Gunnar, Anna Ingólfsdóttir og Arnar Sveinn Geirsson opinskátt um hvernig það er að missa einhvern nákominn sér. Með því að stíga fram vilja þau opna umræðuna um þessi mál.

Mynd / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -