Eurovision-stjarna gefur út sumarsmell | Mannlíf

Innlent

25 apríl 2018

Eurovision-stjarna gefur út sumarsmell

Eurovision-stjarnan María Ólafs er búin að gefa út nýtt lag sem heitir Hækka í botn. María er líklegast þekktust fyrir að vera fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015, en hún flutti lagið Unbroken í Vín og komst ekki upp úr undanúrslitum.

Lagið er heldur betur hressandi stuðlag, svokallaður sumarsmellur, en lítið hefur farið fyrir Maríu síðustu misseri.

Það eru sannkallaðar Eurovision-kanónur sem standa á bak við lagið Hækka í botn, en höfundar þess eru Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon, oft þekktur sem Valli Pipar, en þeir tveir sömdu lagið Golddigger fyrir Söngvakeppnina í ár sem Aron Hannes flutti. Hann laut hins vegar í lægra haldi fyrir laginu Heim, eða Our Choice, sem flutt var af Ara Ólafssyni en um trommuleik í því atriði sá Gunnar Leó Pálsson, kærasti fyrrnefndar Maríu Ólafs.

Hér fyrir neðan má hlusta á þennan nýja smell frá Maríu:

Mynd / Jónatan Grétarsson

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 16 tímum

Að velja að sjá ekki neitt

Lesa meira

Innlent

fyrir 20 tímum

Rappar á þremur tungumálum

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is