Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Fáir miðar eftir á Guns N’ Roses

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt bendir til þess að það verði fjölmennt á tónleikum Guns N’ Roses á Íslandi sem fara fram þann 24. júlí næstkomandi. Að sögn tónleikahaldara eru aðeins um 1200 miðar eftir í stúku og tæplega 3000 miðar eftir í stæði. Um verður að ræða stærsta tónleikaviðburð Íslandssögunnar þar sem flutt verður inn langstærsta svið sem hefur verið sett saman hér á landi og það sama má segja hljóðkerfið. Þá verða þrír risaskjáir settir upp til að aðdáendur geti fylgst með hverju einasta smáatriði.

Mikið hefur verið fjallað um tónleikaferð Not In This Lifetime… tónleikaferð Guns N’ Roses sem er sú fyrsta síðan á síðustu öld sem inniheldur lykilmenn sveitarinnar, þá Axl Rose, Slash og Duff McKagan. Verða tónleikarnir á Laugardalsvelli þeir síðustu í Evrópulegg tónleikaferðalagsins sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár.

Nú þegar er tónleikaferðalagið orðið það fjórða tekjuhæsta í tónlistarsögunni og enn er tími til að bæta þann árangur. Frá því að fyrstu tónleikarnir í Not In This Lifetime… tónleikaferðalaginu fóru fram í apríl í Bandaríkjunum árið 2016, hafa um 4,2 milljónir aðdáenda sveitarinnar borið hana augum á tónleikastöðum um allan heim. Nú stefnir hratt í að 22 þúsund Íslendingar bætist í þann hóp áður en langt um líður.

Miða á Guns N’ Roses er enn hægt að nálgast á show.is

Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má fylgjast með uppsetningu tónleika Guns N’ Roses sem fóru fram í Melbourne í Ástralíu fyrra, en uppsetningin er sú sama og verður á Laugardalsvellinum í sumar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -