Fimm klisjukennd kvenhlutverk hryllingsmynda | Mannlíf

Innlent

Fimm klisjukennd kvenhlutverk hryllingsmynda

Umræðan um staðnaða kvenímynd í Hollywood-myndum er ekki ný.

Í kjölfar #metoo og #time’sup byltinganna hefur umræða um staðlaða kvenímynd í Hollywood-kvikmynd blossað upp og margar leikkonur hafa gagnrýnt stefnu kvikmyndafyrirtækjanna í handritaskrifum og tjáð sig um það takmarkaða val sem þær hafa þegar kemur að því að velja sér hlutverk. Umræðan byrjaði þó alls ekki með þessum byltingum, fastmótuð kvenhlutverk hafa lengi verið leikkonum og krítíkerum til ama og margoft hefur verið reynt að fá stóru kvikmyndaverin til að bjóða upp á aðra sýn á konur í myndum sínum. Með slökum árangri.

BBC Newsnight póstaði nýlega myndbandi frá 2016 þar sem Kim Newman, reynslubolti í kvikmyndakrítík í Bretlandi, valdi lista með fimm algengustu kvenmyndaklisjunum úr hryllingsmyndum í gegnum tíðinni og árangurinn er bæði hrollvekjandi og bráðfyndinn.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Vinsæl íslensk og vegleg tímarit

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu