Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
11.1 C
Reykjavik

Fimm starfsmönnum Fréttablaðsins sagt upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm starfsmönnum Fréttablaðsins var sagt upp síðdegis í dag.

 

Fimm starfsmönnum var sagt upp á Fréttablaðinu í dag. Samkvæmt heimildum Mannlífs var starfsfólki úr minnst þremur deildum blaðsins sagt upp, það er íþrótta-, dægurmála-, og kynningardeild.

Klukkan 18:00 fengu starfsmenn Fréttablaðsins tölvupóst frá útgefanda blaðsins, Kristínu Þorsteinsdóttur. Þar kemur fram að fimm hafi verið sagt upp í „hagræðingaskyni“ meðal annars vegna flutninga.

„Það er leitt að sjá eftir góðu fólki og við óskum þeim velfarnaðar,“ segir meðal annars í bréfi Kristínar.

Þess má geta að Fréttablaðið fluttist fyrir skömmu úr Skaftahlíð yfir í nýtt húsnæði á Hafnartorgi.

Samkvæmt heimildarmanni Mannlífs hefur vinnuandinn á Fréttablaðinu ekki verið upp á sitt besta síðan blaðið fluttist í nýtt húsnæði. Þá aðallega þar sem nýja húsnæðið er óklárað og ryk og mikill hávaði gerir vinnuaðstæður slæmar.

- Auglýsing -

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -