Flugliðar Icelandair á sjúkrahús eftir flug | Mannlíf

Innlent

30 september 2018

Flugliðar Icelandair á sjúkrahús eftir flug

Flugliðar, flugfreyjur og flugþjónar Icelandair flugvélar sem kom frá Edmonton í Kanada í gærmorgun fóru á sjúkrahús eftir flugið vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Umrædd flugvél var send í ítarlega skoðun og eftir það fór hún í flug síðdegis í gær.

Skert loftflæði í flugvélinni er talin líklegasta ástæða fyrir því að flugliðar fundu fyrir óþægindum og fóru á sjúkrahús eftir að vélin lenti, samkvæmt samstali RÚV við Jens Þórðarson framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair. Jens segir að farið hafi verið yfir loftræstikerfi vélarinnar og skipt um síur.

Dularfull veikindi rannsökuð

Mannlíf hefur í vikunni fjallað um dularfull veikindi sem hafa herjað á flugliða Icelandair, en að minnsta kosti þrjár flugfreyjur hjá Icelandair eru óvinnufærar eftir að hafa veikst í flugi í sumar. „Við höfum allar verið með svakalegan þrýsting í höfði, eins og það sé að springa,“ segir flugfreyja hjá Icelandair sem telur eiturgufur í farangursrými orsök alvarlegra veikinda hennar. Fleiri úr sömu áhöfn veiktust.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um dularfull veikindi flugliða Icelandair. Sambærilegt mál kom upp árið 2016 þar sem flugliðar kvörtuðu undan veikindum eftir að hafa flogið í tilteknum félagsins. Rannsóknarnefnd flugslysa tók málið til rannsóknar og stendur sú rannsókn yfir.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 16 tímum

Vanur neikvæðri umfjöllun

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is