Forsetahjónin sýna boltafimi á Bessastöðum | Mannlíf

Innlent

8 mars 2018

Forsetahjónin sýna boltafimi á Bessastöðum

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hvetja fólk um allan heim að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á HM í Rússlandi í nýrri auglýsingaherferð frá Íslandsstofu undir nafni Inspired by Iceland. Myndbandinu fylgir kassamerkið #TeamIceland, en Íslendingar eru hvattir til að deila myndbandinu með vinum sínum og vandamönnum.

Myndbandið fór í sýningu í dag í tilefni af því að hundrað dagar eru í að Ísland hefji keppni á heimsmeistaramótinu.

Í myndbandinu fara forsetahjónin á kostum í boltafimi á Bessastöðum, en Eliza hefur orð á því að fimi þeirra sýni líklegast best af hverju þau keppa ekki fyrir Íslands hönd í Rússlandi.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Innlent

fyrir 18 tímum

Plastskeiðar munu fljúga

Lesa meira

Innlent

fyrir 20 tímum

Gríman fellur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is