Fyrsta Guns N’ Roses spurningakeppnin í sögu íslenska lýðveldisins | Mannlíf

Innlent

Fyrsta Guns N’ Roses spurningakeppnin í sögu íslenska lýðveldisins

„Árið 1988 fór amma með mig í plötubúð og leyfði mér að velja kassettu. Ég heillaðist að umslaginu, hlustaði svo ekki á annað næstu daga, vikur mánuði og jafnvel ár. Er enn að hlusta. Þetta hefur verið uppáhaldsbandið mitt síðan,“ segir fjölmiðlamaðurinn Andri Freyr Viðarsson um hvaðan ást hans á sveitinni Guns N’ Roses kemur.

Andri hefur verið aðdáandi Guns N’ Roses síðan hann var smápolli.

Andri blæs til Guns N’ Roses spurningakeppni á Skúli Craft Bar í kvöld, miðvikudagskvöldið 11. júlí, ásamt félaga sínum, Birni Árnasyni. Að sjálfsögðu verður ekkert annað spilað en slagarar rokksveitarinnar á meðan á keppninni stendur, og jafnvel eitthvað frameftir, og lofar Andri sannkallaðri paradísarstemningu.

„Fólk má búast við fyrstu Guns N’ Roses spurningakeppninni í sögu íslenska lýðveldisins, góðri stemningu, frábærri tónlist og eðal bjór,“ segir hann og bætir við að gestir þurfi alls ekki að vera forfallnir aðdáendur sveitarinnar til að spreyta sig á spurningunum.

„Það eru spurningar fyrir alla þarna og svo líka fyrir nördana, en fyrst og fremst verður þetta skemmtilegt.“

Sjá einnig: Krakkar hlusta á Guns N’ Roses í fyrsta sinn: „Þetta er bara of hávært”.

En af hverju heil spurningakeppni tileinkuð einni hljómsveit?

„Það er bara löngu orðið tímabært og ekki skemmir fyrir að þeir eru væntanlegir til landsins á næstu dögum,“ segir Andri en Guns N’ Roses liðar spila fyrir Íslendinga á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi. Andri ætlar að sjálfsögðu ekki að láta sig vanta á þá tónleika, en hann hefur þrisvar sinnum áður séð hljómsveitina á tónleikum. En hve spenntur er hann fyrir Íslandstónleikum sveitarinnar á skalanum 1 til 10?

„Hverslags spurning er þetta? 18!“

Alltof mörg uppáhaldslög

Þeir sem bera sigur úr býtum í spurningakeppninni í kvöld geta gengið í burtu sáttir með uppfærslu á tónleikamiðanum sínum í sérstakan VIP miða, inneign í húðflúr hjá Sölva Dún og inneign á Skúla Craft Bar. Andri er í óðaönn að leggja lokahönd á spurningarnar þegar blaðamaður Mannlífs nær á hann, en það er ómögulegt að sleppa þessum knáa fjölmiðlamanni án þessa að spyrja hann út í sín uppáhaldslög með sveitinni.

„Ég get ómögulega nefnt uppáhaldslögin. It´s so easy, Think about you, One in a million, Coma, Locomotive, Move to the city, Patience… Ég get í raun haldið áfram í allan dag.“

Hér er svo hægt að sjá viðburð kvöldsins á Facebook, sem byrjar stundvíslega klukkan 20.00.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

Svante og ég

fyrir 2 dögum Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Vinsæl íslensk og vegleg tímarit

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu