Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Gæði eru algjört aukaatriði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðalsteini Jörundssyni, auglýsingastjóra hjá tímaritinu Grapevine, finnst fátt skemmtilegra en að sökkva sér ofan í sjónvarpsþætti og kvikmyndabálka sem hverfast um skemmtilegar, litríkar persónur og spennandi söguheima. Hann viðurkennir blákalt að gæðin þurfi ekkert að vera til að hrópa húrra fyrir svo framarlega sem skemmtanagildið er gott. Þess vegna hafi það verið eins og að detta í lukkupottinn að uppgötva Star Trek á gamals aldri.

„Auðvitað hef ég alltaf vitað af tilvist Star Trek en það var ekki fyrr en fyrir svona tveimur eða þremur árum að sonur minn setti fyrsta þátt af Star Trek: The Next Generation í gang á Netflix að ég ákvað að þarna væri eitthvað sem mig langaði til að skoða betur. Mér er alveg sama þótt gæði myndanna og þáttanna séu jafnmismunandi og sögurnar eru margar. Þarna fann ég heim sem ég gat sökkt tönnunum í. Spennu í bland við heimssýn sem vekur með manni von um betri heim, heim þar sem kynin eru jöfn, kynþáttahatur þekkist ekki og enginn stéttaskipting ríkir, þar sem hvorki peningar né ríkidæmi eru til.“

Deep Space Nine og Star Trek: Enterprise

Hann segist þegar vera búinn að spæna í sig Deep Space Nine og Star Trek: Enterprise. „Deep Space Nine. Ok, leikur flestra leikara í þessum þáttum er kannski vandræðalega lélegur en það er samt alveg hægt að láta sig hafa það að horfa á þá. Sama má segja um Star Trek: Enterprise-þættina þótt flestir trekkarar geti ekki talað um þá án þess að hrækja á gólfið.“

Star Trek: Original Series

Um þessar mundir segist Aðalsteinn þó mest vera að horfa á upprunalegu seríurnar með Kirk, Spock og félögum. „Reyndar finnst mér stíllinn ekki eins skemmtilegur eins og í ýmsu öðru Star Trek-efni og gagnstætt mörgum Star Trek-lúðum fyllist ég engri sérstakri gleði yfir því að horfa á Kirk stara valdsmannslega í myndavélina eða berjast við illa gerð geimskrímsli. En, ég hef einsett mér að horfa á þetta allt og kosturinn er að geta slökkt á sjónvarpinu alsæll eftir hverja atlögu og hlakkað til næsta kafla.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -